Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 51
HÚNAVAKA
49
Þegar færi gafst, sneri skipstjóri undan og lagðist fyrir akkeri inni
á Grundarfirði. Þar var gert við skemmdir, neglt fyrir hurðir og
glugga og olían eitthvað þrifin af. Síðan var haldið áfram, og gekk
allt vel eftir það, nema hvað loftskeytatækin voru ónýt og urðu af
því ýmsar tafir, en engin stórvandræði. Við komum til Reykjavíkur
þremur dögum eftir áætlun og skipstjórinn fór í tíu daga frí og
Þorri gamli fékk sér einnig frí, en hann kom aldrei um borð framar.
Hann var hættur til sjós eftir fjörutíu og níu ára glímu við Ægi
gamla.
Tæpum sólarhring síðar var aftur kominn brottfarartími. Enn á
ný stóðum við á þilfari okkar góða skips og kepptumst við að gera
sjóklárt. Það var kominn nýr háseti, strákgrey, ekki ógæfulegur, en
eins og hálfhræddur við umhverfið og þvældist alls staðar fyrir. Allt
var eitthvað erfiðara og þyngra í dag, inniveran hafði verið stutt,
sumir kannske ekki orðnir alveg heiðskírir í kollinum ennþá. Þegar
hún tók skriðinn út úr hafnarmynninu og stakk sér í ölduna, vörp-
uðum við öndinni léttara. Ennþá var sami suðvestan ruddinn.
Tíðindi úr Húnaþingi, tínd af spjöldnm sögunnar
Arið 1800 Næstliðin 7 ár færðu mönnum góða vetur og grasrík sitmur á víxl,
svo að Iifandi peningur fjölgaði og gjörði mikinn arð. Kýr vel upp aldar og því
gagnlegar. Matarílátaskortur var almennur. Gafst jtá fátækum sums staðar ómælt
af skyri og sýru. Líka var kálfum gefið ríflega að drekka á sumrin, sem borguðu
jtað síðar. Margt flökkufólk fór yfir og gafst því mikið smjiir. I'að jtótti þá ring
vara, og lausamenn, ásamt kaupmenn, lokkuðu allntikið af jtví út hjá kvenfólki
fyrir ýmislegt kram, jafnvel bækur og nytsamar vörur.
4