Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 199
HÚNAVAKA
197
Finnst þér ekki nauðsyn á að
svona húsi verði komið upp?
Ég tel það brýna nauðsyn, og
það eru oft á tíðum hreinustu
vandræði fyrir okkur að starfa
og hafa ekki fangageymslu. Við
vitum stundum ekkert hvað við
eigum að gera við menn, sem
nauðsynlega þarf að koma úr
umferð, og einu fangageymsl-
urnar, sem við höfum haft, eru
þessir bílar, og því miður hafa
þeir stundum verið fullir báðir.
Er svo eitthvað sent þú vilt
segja að lokum?
Það sem ég vil helzt benda á í
lokin er það, að ég lýsi ánægju
minni yfir því, að framundan er
að umferðardómstóll verði settur
á laggirnar. Okkur finnst oft á
tíðum, að afgreiðslu umferðar-
mála þurfi að hraða meir en ver-
ið hefur, þar sem t. d. um
árekstra er að ræða og ýmislegt
fleira. Það eru vandræði fyrir
eigendur ökutækjanna að þurfa
að bíða svo mánuðum og jafnvel
árum skiptir eftir að fá úrskurð-
að, hvort þeir eru í rétti, og hver
eigi að borga brúsann.
Jóh. Guðm.
MINNINGARGJAFIR.
Þriðjudaginn 15. febrúar 1972
komu fulltrúar frá Kvenfélagi
Bólstaðarhlíðarhrepps á fund
stjórnar Héraðshælisins, en' þær
voru frú Sonja Wium, Leifsstöð-
um, formaður félagsins, frú Guð-
ríður Helgadóttir, Austurhlíð og
frú Anna Sigurjónsdóttir,
Blöndudalshólum. Afhentu þær
Héraðshælinu kr. 75.000,00, er
ganga á til byggingar nýs elli-
heimilis. Þessi gjöf var gefin í til-
efni af afmæli félagsins, sem varð
45 ára þennan dag, og til minn-
ingar um látnar félagskonur. Á
fertugsafmælinu hafði kven-
félagið einnig afhent Héraðshæl-
inu kr. 75.000,00 í sama skyni.
Þá afhenti frú Anna, um leið,
50.000,00 kr. til elliheimilisins,
sem minningargjöf um bróður
hennar, Jón S. Baldurs, kaup-
félagsstjóra. Var þessi minning-
argjöf frá henni, manni hennar,
Bjarna Jónassyni, börnum þeirra
og barnabörnum.
Bauð stjórn Héraðshælisins
konunum til kaffidrykkju ásamt
lækni, yfirhjúkrunarkonu og
nokkrum öðrum gestum. Þá var
tilkynnt um gjöf að upphæð kr.
20.000,00 til minningar um
hjónin Guðrúnu Björnsdóttur
og Þorgrím Stefánsson, er
bjuggu í Brúarhlíð. Gjöf þessi,
sem er frá börnum þeirra hjóna,
á að vera til þess að kaupa hús-
gögn í setustofu Héraðshælisins.
Þá voru einnig afhentar gjafir
frá Júdit Jónbjörnsdóttur, Akur-
eyri, til minningar um ísgerði og
Gunnar Árnason, sem bjuggu í