Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 137
HÚNAVAKA
135
Um þessar mundir kynntist Páll konu sinni, Guðbjörgu Guð-
mundsdóttur, frá Hvammsvík í Kjós, er hann kvæntist 3. nóvember
1916. Er fólk hennar söngvinnt og reglusamt, gætt góðum mann-
kostum, fríðleiksfólk og trúhneigt. Var þetta þeim báðum gæfuveg-
ur, er þau fundu því betur, sem á ævina leið.
Páll var að loknu prófi, læknir í Vestmannaeyjum, er var upp-
gangsstaður. Varð hann brátt kunnur læknir og aðsópsmikill per-
sónuleiki, fjölhæfur að gáfum og hugðarefnum, eins og títt er meðal
Húnvetninga. Hann átti og góða framaþrá og sjálfstraust. Þá kom
hann sér upp góðu húsi í Eyjum. Þar sem tekjur hans voru góðar í
Eyjum, fýsti hann að kynnast læknislistinni erlendis, einkum hand-
lækningum. Horfði hann nú eigi í sömu átt og aðrir menntamenn,
til Hafnar, heldur hélt hann til Bandaríkjanna fyrstur læknakandí-
data til framhaldsnáms. F.in af beztu ritgerðum hans, er um dvölina
þar. Mun Páll hafa haft að leiðarljósi um þessa ráðabreytni hinn
nýja spítala í Eyjum, er hann varð læknir við. Var hann talinn einn
hinn bezti, að fidlkominni gerð og tækjum, utan Reykjavíkur. Fólk-
ið var margt í Eyjum og fjöldi útlendra skipverja, er þar leituðu
læknishjálpar. Kom sér nú vel þekking og hæfileikar Páls og naut
hann sín vel. Hann lét til sín taka um bæjarmál og sat í bæjarstjórn.
Páll hafði árið 1924 sótt um héraðslæknisembættið í Eyjum, en eigi
hlotið, en bauðst Rangárvallasýsla, er hann hafnaði.
Árið 1934 var honum veitt Blönduóshérað og þó að hér væri um
mikil umskipti að ræða fyrir þau hjón, mun kona hans hafa heldur
stutt það mál, að halda norður heiðar, en að setjast að í Reykjavík,
sem Páli hafði komið í hug og lá beinast við fyrir slíkan mann. En
hér í föðurtúnum hafði Drottinn ætlað þeim hjónum aðallífsstarf-
ið.
Það er ætlun mín, að Páll hafi haft að baki sér óvenju mikinn lær-
dóm og reynslu, er hann flntti norður sem læknir. Er Páll nam hér
land að nýju, stóð hann föstum fótum í hinni húnvetnsku arfleifð
og reisn nútímans. Páll var kominn heim. Kreppan var landlæg í
landi voru. Spítalinn á Blönduósi var gamall með 14 rúm, en í hin-
um nýja í Eyjum voru 31 rúm. Læknishéraðið var víðlent og veg-
leysur sums staðar. Læknishúsnæðið var gamaldags. En starfsgleði
þeirra hjóna var mikil. Það var eigi tími til þess að líta aftur, heldur
fram og það gerðu þau.
Ungan hafði Pál, sem stúdent, dreymt um að verða klerkur, eða