Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 42
40
HÚNAVAKA
Hin stóru sjóslys voru nýafstaðin, þegar þetta var. Togarinn Júlí
úr Hafnarfirði, hafði horfið í djúpið, með allri áhöfn. Úranus verið
hætt kominn, var hans leitað með skipum og flugvélum margra
landa, og fannst loks á heimleið, tveggja sólarhringa siglingu frá ís-
landi, að mestu heill á húfi. Þorkell Máni, sem þá var einn stærsti og
bezt búni togari í Norðurhöfum, var við það að sökkva vegna ísingar
og hafróts, bjargaði sér með því að skera af sér lífbátana með uglum
og talíum og öllu saman. Hvernig það verk var unnið, var sagt frá í
fiskveiðitímaritum víða í Evrópu, og þótti hraustlega gert. Vitaskip-
ið Hermóður hafði týnzt við Reykjanes, hefir sennilega farið niður
í einu og sama áfallinu. Strandferðaskipið Esja, sem aldrei tók á sig
sjó, kastaðist svo illilega á hliðina í Reykjanesröst, að maður sem
sat útvið síðu bakborðsmegin, missti jafnvægið og handfestuna og
hentist uppá borð og rann síðan yfir þvert skip, og skall í vegginn
hinummearin 02, axlarbrotnaði.
Þennan morgun, eins og aðra brottfarardaga, mættum við háset-
arnir til skips, klukkustundu fyrir brottför til að gera sjóklárt. Hafn-
arverkamennirnir höfðu skilið allt eftir á rúi og stúi á dekkinu.
Þar ægði saman allskonar vörum, sem þurfti að binda og skorða, en
aðalfarmurinn voru fjörutíu olíutunnur, og koma þær nokkuð við
sögu síðar. Það gekk á með éljum og stöku þruma fylgdi með. Skap-
lyndi hásetanna virtist mótast nokkuð af þessu. Sérstaklega voru
þeir gömlu snakillir. Þrír þeirra voru komnir yfir sextugt og svo
vorum við þrír strákar rúmlega tvítugir. Aldursforsetinn okkar hét
Þorvaldur, var fæddur og uppalinn undir Jökli. í daglegu tali nefnd-
ur Þorri. Hann hafði verið 49 ár til sjós þegar þetta var, og ætlaði
að hætta að ári. Hann var togaramaður af gamla skólanum og beitti
óspart raddböndunum við flest, sem hann gerði. Hann var á togar-
anum Agli Skallagrímssyni í Halaveðrinu 1925, þegar Egill fór á
hliðina við Snæfellsnes og engum þar um borð datt í hug, að hann
myndi nokkru sinni rétta sig við aftur, en hann fór svo flatur, að
hann tók sjó inn um reykháfinn.
Pétur Pétursson hét annar, var hann algjör andstæða Þorra, hæg-
látur, góðlyndur og verklaginn, en gat verið meinlegur í tilsvörum,
Húnvetningur og tók ósköpin öll í vörina, en var mjög sínkur á
tóbak. Við Pétur vorum vaktbræður í þrjú ár, og sá ég hann aldrei
skipta skapi á þeirn tíma, en marga tóbakstöluna var ég búinn að
sníkja af honum.