Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 174
172
HÚNAVAKA
fyrir. í þriðju grein félagslaga
segir svo um markmið þess:
a) Að standa félagslegan vörð
um eignarrétt félagsmanna
sinna á löndum þeirra og
mannvirkjum.
b) Að veita þeim félögum, er
verða fyrir ágengni utanað-
komandi aðila í lönd sín eða
mannvirki, aðstoð við úr-
vinnslu á slíkum kröfurn eftir
eðli máls hverju sinni.
c) Að vinna að aukinni náttúru-
vernd á félagssvæðinu og
stuðla að vaxandi virðingu
félagsmanna á fegrun lands
og aukningu landsgæða.
d) Að hamla gegn flutningi
eignarréttar fasteigna úr hér-
aðinu.
Á fundinum var kosin stjórn
félagsins og skipa hana þessir
menn: Konráð Eggertsson,
Haukagili, formaður, Pétur Haf-
steinsson, Hólabæ, Sigurður Þor-
björnsson, Geitaskarði, Björn
Jónsson, Ytra-Hóli og Erlendur
Eysteinsson, Beinakeldu.
M. Ó.
FRÁ HJÁLPARSVEIT SKÁTA
Á BLÖNDUÓSI.
Starfsemi HSSB á árinu 1971 var
fremur lífleg, einkurn fyrrihluta
ársins. Þjálfun hefur þó því mið-
ur ekki verið sem skyldi, þar sem
kraftar sveitarinnar hafa beinzt
meira að fjáröflun, í því skyni að
koma upp betri útbúnaði fyrir
sveitina. Talsvert fjármagn hef-
ur t. d. þurft til þess að koma
upp björgunarbifreiðinni H618,
en þess er skammt að bíða að
hún verði ökufær.
Fundir voru haldnir fyrsta og
þriðja hvern miðvikudag hvers
mánaðar, yfir veturinn, en sum-
arstarfið var einungis fólgið í
nokkrum æfinga- og kynningar-
ferðum um nágrennið. Vetrar-
æfingar voru fáar og flestar inn-
anhúss.
Aðalverkefni sveitarinnar var
smíði björgunarbifreiðarinnar
H 618, og standa vonir til þess,
að bifreiðin verði ökufær um
það leyti, er þetta kemst á prent.
Sveitin varð nokkurra styrkja
aðnjótandi, einkum í sambandi
við smíði bifreiðarinnar. Einnig
bárust henni gjafir frá einstakl-
ingurn, og kunna félagar sveitar-
innar þeim beztu Jrakkir fyrir.
Á síðastliðnu sumri veitti
HSSB slysavarnadeildinni
Blöndu aðstoð, við að koma upp
björgunarskýli á Auðkúluheiði.
Dálitlu nýju blóði var veitt
inn í sveitina um síðustu áramót
02' er ekki ástæða til annars en
o
vera bjartsýnn á starf hennar í
framtíðinni.
Unnar.