Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 151
HÚNAVAKA
149
Guðrún gekk á kvennaskólann á Ytri-Ey, enda er Hafursstaðakot
næsti bær. Guðrún var námfús, verklagin, vel gefin og las mikið alla
æfi, ef henni gafst tóm til. Hún var há kona vexti, fagurliærð, með
mikið sítt hár. Hún þótti álitleg ung stúlka.
Árið 1907, 17. júlí, giftist hún Magnúsi Steingrímssyni, búfræð-
ingi frá Njálsstöðum. Hann var fríður sýnum, knálegur, skýr í hugs-
un og kappsamur. Þau hjón bjuggu í Hafursstaðakoti, Njálsstöðum
og Bergsstöðum í Hallárdal.
Þau eignuðust þessi börn:
Steingrím, kvæntur Ríkey Magnúsdóttur, bjuggu á F.yvindarstöð-
um, nú í Reykjavík.
María, Ijósmóðir, gift Pétri Jónssyni, hreppstjóra, Sanðárkróki.
Sigurður, áður bóndi ;í Hafursstiiðum, nú á Sauðárkróki, kvæntur
Olínu Olafsdóttur.
Guðmann, kvæntur Maríu Olafsdóttur, búa á Vindhæli.
Páll og Guðmundur, búa á V'indhæli.
Þau hjón bjuggu lengst af á leigujiirðum og með nokkra ómegð.
Magnús var gáfaður hugsjónamaður. Kona hans, Guðrún, dugleg
kona og tryggur lífsförunautur. Lífshagur þeirra hjóna batnaði er
börn þeirra uxu upp, enda var Guðrún barngóð og átti trú á niðj-
ann, enda hlaut hún þá guðsgjöf að búa í skjóli sona sinna seinni
hluta æfinnar, en Magnús, maðnr hennar, andaðist árið 19:50.
Guðrún var atorkuscim kona, úti sem inni, er átti samfara óvenju-
legt jafnaðargeð og rósemi hugans. Var henni andleg lífsnautn, að
láta gott af sér leiða á sínu heimili, eða meðal nágranna, sem voru
hjálparþurli.
Hún átti gott adikvöld, Guð blessi hag hennar og niðja. Hún og
liennar fólk voru síðustu búendur í Hallárdal, er ])að flutti að Vind-
hæli lagðist dalurinn undir ])á jörð, sem er í mynni hans. Reis þar
af grunni stærsta íbúðarhús sveitarinnar og þar var líka mest búið.
Var Guðrún um árabil ráðskona hjá soniun sínum og var nú sköp-
um skipt frá því hún bjó í býlinu lága á Bergsstöðum. Mátti segja,
að sannaðist hér hið fornkveðna: F.ins og maðurinn sáir, þá uppsker
hann.
Guðni Sveitisson, Ægissíðu, Höfðakaupstað, andaðist 15. nóvem-
ber á H. A. H. Hann var fæddur 19. marz 1885 á Stóra-Grindli í
Fljótum. Voru foreldrar hans Sveinn Sveinsson og kona hans Ingi-