Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 176
174
HÚNAVAKA
húsinu, sá 3 tófur og skaut allar,
en eyddi ekki nema tveim skot-
um. Segir Einar að þetta sé í
fyrsta skipti, sem hann skýtur
tvö hlaupadýr í einu skoti. Alls
liefur Einar skotið úr húsinu 80
tófur og 1 mink. Vopnið, sem til
þessa er notað er vönduð hagla-
byssa með sjónauka.
Jóh. Guðm.
SJÓNVARP.
Sjónvarp hefur óðfluga breiðst
út um Austur-Húnavatnssýslu á
síðustu árurn og ná endurvarps-
stöðvar nú orðið til mikils meiri
hluta sýslunnar. Þó eru all marg-
ir sveitabæir, sem enn hafa ekki
möguleika á að ná útsendingum
sjónvarpsins.
Húnavaka ákvað því að kanna
þessi mál og hafði í því skyni
samband við Gústaf Arnar, en
hann hefur annazt allar mæling-
ar hér í sýslu.
Aðalstöðin fyrir sýsluna er á
Hnjúkum. Stöðin tekur geisla frá
Skálafelli og varpar síðan til not-
enda í stórum hluta héraðsins.
Einnig á Hnjúkastöðin að senda
til nokkurra smárra endurvarps-
stöðva í sýslunni og víðar, sem
þó eru ekki, nema sumar komn-
ar upp ennþá.
Seint á árinu 1971 var byggð
stöð í Vatnsdalshólum. Á hún að
þjóna meginhluta Vatnsdals, þó
ekki austanverðum dalnum frá
Hofi og fram úr, en fullnægjandi
skilyrði eiga að vera í vestanverð-
um dalnum allt til Hjarðartungn
og Þórormstunga talin muni sjá
vel. Til að bæta úr fyrir bæjun-
um fyrir framan Hof, á að reisa
litla stöð, sennilega í Tungu-
múla. Ekki er talið að Forsæiu-
dalur og jafnvel Sunnuhlíð muni
ná sjónvarpsgeisla.
I Blöndudal er áformað að
reisa tvær stöðvar. Aðra við Ár-
tún og þjónar hún nokkrum bæj-
um, en sendir líka geisla til
stöðvar, sem á að vera við Ból-
staðarhlíð og annarrar sem á að
þjóna framanverðum Blöndudal
og verður hún sennilega staðsett
sunnan við Höllustaði. Vafasamt
er þó talið að Eldjárnsstaðir
muni ná geisla. Stöðin við Ból-
staðarhlíð á að senda í Svartár-
dal, nær þó ekki til Hvamms,
Stafns eða Fossa. Möguleiki er
á að seinna verði reist stöð, sem
nái Hvammi og Stafni. Ekki mun
Þverárdalur ná sendingu, en
Vatnshlíð fær geisla frá Skaga-
firði seinna meir. Gautsdalur er
innilokaður af fjöllum og verður
því útundan.
Fyrir ofan Njálsstaði verður
reist stöð fyrir nokkra bæi. Ekki
er liægt að hafa hana innar í
dalnum, því að þá nær hún ekki
til sín geisla frá Hnjúkastöðinni.