Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 163
HÚNAVAKA
161
tún og hinn neðst við Gautsdals-
engi.
Til ræktunar var varið kr. 125
þús. Seiðunum var að mestu
sleppt í Svartá, en þó dálitlu í
Auðólfsstaða- og Hlíðarár. Seiðin
voru af Blöndu stofni og uppalin
í laxaeldisstciðvunum á Laxalóni
og á Sauðárkróki.
A árinu voru gerðir nýir leigu-
samningar um árnar. Blanda er
leigð fyrir kr. 540 þús. næsta ár
og Svartá fyrir kr. 900 þús. til
næstu þriggja ára. Seyðisá er
óráðstafað, en hún verður boðin
út til leigu næsta sumar.
P. P.
VATNSDALSÁ.
Á s. 1. sumri voru veiddir í Vatns-
dalsá 644 laxar, og um 2000 sil-
ungar. Þyngsti laxinn sem veidd-
ur var, var 25 pund, og var það
bandarísk kona, sem fékk hann.
Var hún búin að vera 4 daga í
ánni, og hafði ekkert fengið fyrr.
Sagði hún að þetta væri stærsti
lax, sem hún hefði nokkru sinni
séð, og þótt hún fengi ekki meir,
væri hún hæstánægð með íslands-
ferðina.
Sleppt var 10.000 niðurgöngu-
seiðum í ána á árinu.
Nú er svo komið að búið er að
greiða byggingarkostnað Flóð-
vangs að fullu. Arður sem greidd-
ur var út var alls kr. 1.200.000.00.
Áin er reiknuð 1000 einingar, og
því greiddar kr. 1.200.00 á ein-
ingu. Hæzta greiðsla til einstakl-
ings var kr. 120.000.00.
Sami leigutaki er með ána nú
í sumar.
Guðm. Jónasson.
HALLÁ.
Árið 1965 tók stangaveiðifélag
A—Hún Hallá á leigu til 10 ára.
Tilgangur félagsins var m. a. sá,
að auka laxgengd í ána og gera
hana að góðri laxveiðiá.
Fyrsta árið veiddust aðeins 5
laxar í ánni, og lítið næstu ár á
eftir. Hafizt var handa þegar í
upphafi um að sleppa í ána seyð-
um, og hefur því verið haldið
áfram síðan. Nú síðustu árin er
svo farinn að sjást árangur af því
starfi þannig, að árið 1969 komu
úr ánni milli 70 og 80 laxar. Ár-
ið 1970 komu 152 Iaxar og 1971
ca. 165 laxar.
Ág.A.
HÚNAVALLASKÓLI -
SUMARGISTIHÚS.
I sumar var sumargistihús starf-
rækt að Húnavöllum á vegum
Ferðaskrifstofu ríkisins. Gestir
gátu auk gistingar fengið morg-
unverð og kaffi. Hótelið var opið
í tvo mánuði og stjórnaði því
Helga Búadóttir, Beinakeldu.
I haust var unnið við skóla-
lóðina, en því verki er ekki að
fullu lokið. Á fjárlögum 1972 er
11