Húnavaka - 01.05.1972, Page 182
180
HÚN AVAKA
Jón ísberg afhendir Baldri Valgeirssyni
formanni skólanefndar, lykilinn
að skólanum.
Jónsson viðstaddir. Gestirnir
luku upp einu orði um að húsa-
kynni væru sérlega vistleg. Húsið
er um 3400 m3, eða 400 m2 hvor
hæð auk kjallara, sem er 120 m2.
Kennslustofurnar eru sex, auk
sérstofu fyrir eðlis- og efnafræði-
tilraunir, þriggja geymsluher-
bergja, skjalageymslu, fjölritun-
arherbergis, vinnuherbergja
kennara, kennarastofu og skrif-
stofu skólastjóra. Hefur því
vinnuaðstaða kennara og nem-
enda skólans batnað til muna.
Húsið er hitað upp með svart-
olíu og voru eldri skólahús og
sundlaug tengd inn á hitakerfi
nýbyggingarinnar. Trésmiðjan
Fróði h.f. tók að sér almenna
byggingarvinnu og innréttingar.
Verkstjórar voru Einar Evensen
og Ævar Rögnvaldsson. Sævar
Snorrason sá um raflagnir. Vél-
smiðjan Vísir annaðist hita-,
hreinlætis- og loftræstilagnir und-
ir stjórn Þorvaldar Þorlákssonar.
F.ina verkið, sem ekki var unnið
af heimamönnum, var málning-
arvinnan, sem Málningarverk-
takar s.f., Hafnarfirði, önnuðust.
Byggingarkostnaður er í dag 18
milljónir króna og er þá meðtal-
inn sá búnaður, sem þegar hefur
verið keyptur í nýja skólann.
Nokkurn búnað vantar ennþá
og verður ráðin bót á því á þessu
Steingrimur Daviðsson flytur skólanum
árnaOaróskir.