Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 120
118
H ÚNAVAKA
óhug slægi á allan söfnuðinn. Ekki þurfti heldur að horfa hátt til
styrkja frá því opinbera, því að til kirkjubygginga voru engir beinir
styrkir veittir. Þrátt fyrir jrað Jrótt verið væri að undirbúa lög, sem
heimiluðu ríkissjóði að greiða verulegan hluta af byggingarkostnaði
félagsheimila víðsvegar um landið. Og vil ég í þessu sambandi skjóta
því hér að, að mér fyndist ástæða til að prestar landsins, biskup og
sóknarnefndarmenn tækju upp baráttu fyrir þessu máli, og léttu
ekki fyrr en kirkjan væri a. m. k. á sama bekk og félagsheimilin
gagnvart styrkjum úr ríkissjóði. Það ætti að vera metnaðarmál allra
landsmanna, að hver söfnuður ætti góða og fallega kirkju, því að
kirkjan er helgidómur hverrar jrjóðar og nokkurskonar félagsheim-
ili hvers safnaðar. Ekki vil ég þó skjóta Jrví hér undan, að bæði
Kirkjubyggingarsjóði og Almennasjóðnum hefur verið gjört mögu-
legt að lána töluvert til bygginga kirkna, og eru lánin úr Kirkju-
byggingasjóðnum mjög hagstæð, j>að sem þau ná. Og vil ég hér með
jrakka þá aðstoð, sem við höfttm orðið aðnjótandi.
Árið 1956 hristum við svo af okkur drungann og fórum að laga
til kirkjugarðinn, stækka hann og gera nýja girðingu um hann. Var
því verki að mestu lokið haustið 1957.
Kirkjugarðurinn hafði átt í sjóði aðeins kr. 8.200.00 og kirkjan
kr. 26.000.00. Þó nokkru af garðbyggingarkostnaðinum var strax
jafnað niður á fólkið og sumt gefið, til dæmis gáfu prestshjónin á
H()skuldsst()ðum málningu alla og vinnu við að mála. En það sem
við þurftum að greiða voru 22 þúsund krónur og var mestu af því
jafnað niður á fólkið smátt og smátt eftir niðurjöfnun útsvara og
vil ég hér með j>akka öllum J)essa góðu fyrirgreiðslu.
Árið 1958, Jrann 1. júní, var svo byrjað á grunni kirkjunnar.
Grunnurinn var 92 fermetrar, en rúmmálið var 480 m'1. Húsameist-
ari ríkisins, Hörður Bjarnason, lét gera teikningar allar. En dálítil
frávik fékk ég þó leyfi til að gjöra smátt og smátt.
Einar Evensen smiður á Bhmduósi og félagar hans í h.f. Fróða,
höfðu alla yfirumsjón með verkinu. Fyrsti yfirsmiður undir þeirra
umsjón var svo Guðlaugur Gíslason á Skagaströnd. Kom hann kirkj-
unni undir J>ak og vann að því með stakri samvizkusemi. Valgarð
Ásgeirsson, múrari frá Blönduósi, múraði veggi að utan.
Jóhann Brynjólfsson frá Skagaströnd, sá um einangrun og mttrun
alla að innan, bæði á veggjum og gólfi. Snorri Bjarnason, smiður á
Sturluhóli, vann að einangrun á lofti og klæðningu. Jósafat Sigvalda-