Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 153
HÚNAVAKA
151
Hin síðustu ári átti Guðni rólega daga í Höfðakaupstað. Hann var
heilsuhraustur lengst af, jafnan hýr í sinni og undi glaður við sitt.
Þann 3. júh' andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík, Davíð Sig-
tryggss°n, fyrrverandi bóndi á Neðri-Harrastöðum, Skagahreppi.
Hann var fæddur 14. ágúst 1903 á Syðri-Bakka í Arnarneshreppi.
Voru foreldrar hans, Sigtryggur Jónsson og kona hans Jónína Sím-
onardóttir. Davíð ólst upp með þeim í Stekkjarholti, er foreldrar
hans höfðu byggt úr landi Pálmholts. Davíð fór sem vinnumaður að
Tjörn á Skaga árið 1927 og bjó síðan í Skagahreppi á meðan hann
bjó í sveit. Hann kvæntist 9. júlí 1933, Önnu Gísladóttur frá Saur-
um.
Þau eignuðust þessi börn:
jóhönnu Margréti, gifta Axel Guðjónssyni, búa á Hellissandi.
Aðalheiði Asgerði, gifta Ingibjarti Bjarnasyni, búa í Hveragerði.
Gunnar Sævar, kvæntur Maríu Gísladóttur, Reykjavík.
Reynir Kyfjörð, kvæntur Maríu Línbjörgu Hjaltadóttur, búa á
Neðri-Harrastöðum.
Frumbýlingsár þeirrahjóna voru þeim erfið. Máttu þau vera leigu-
liðar, unz þau fluttust að Neðri-Harrastöðum árið 1938 og eignuðust
síðan þá jörð. Davíð ræktaði þar mikið, girti tún og haga og byggði
gott íbúðarhús. Mátti því segja, að Drottinn blessaði hagi þeirra
hjóna, enda voru þau trúað fólk, er var í söfnuði Sjöunda dags að-
ventista. Davíð var vinnusamur maður, ágætur hirðir og hugsaði
mjög um hagi síns heimilis.
En strit frumbýlingsáranna segir til sín. Á seinni árum þoldi Davíð
eigi sveitastörfin vel. Fluttu þau hjón þá til Hveragerðis árið 1967.
Davíð starfaði jrar við Ullarþvottasúið S. í S. Eigi var Jiað án sakn-
aðar, að þau hjón kvöddu Ströndina. Anna hafði dvalið þar frá
barnæsku og Davíð öll sín manndómsár.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.