Húnavaka - 01.05.1972, Page 97
HÚNAVAKA
9r>
Huli aj hraðbraut, sem verið er að byggja i Brennerskarði.
Daginn eftir, sem var laugardagurinn 10. apríl, fórum við yfir til
Þýzkalands, og að vatni einu sem nefnist Königssee. Er það fjöllum
girt á alla vegu, nema einn, og er þar aðeins afrennsli úr því, en
smá lækir renna í það hér og hvar ofan úr hlíðunum. Þar fórum
við út í skemmtiferðabát, sem sigldi með okkur inn eftir vatninu.
Var það alveg spegilslétt og fallegt. Þegar alllangt var komið út á
vatnið var báturinn stoppaður og blés þá leiðsögumaðurinn í lúður
á móti einum bjargveggnum. Þeytti hann þar smá lagstúf og beið
síðan smástund, en þá kom bergmálið allt aftur. Var mér sagt, að
hann hefði blásið í hálfa mínútu og síðan beðið aðra hálfa, þá loks-
ins hefði hljóðið komið aftur. Lengra var siglt og komum við þá til
enda vatnsins og þar stóð eitt hús á eyri nokkurri, ásamt nokkrum
söluskúrum. Þar búa þrír menn yfir sumarið, bóndinn, veiðimaður-
inn og fiskimaðurinn. Eru þeir jrar aðallega til að taka á móti ferða-
mönnum og veita þeim þjónustu. Þar var hægt að fá marga fallega
minjagripi keypta. Á þennan stað, er aðeins hægt að komast á báti,
því að enginn er vegurinn. Ferðamannastraumurinn var gífurlegur