Húnavaka - 01.05.1972, Side 169
HÚNAVAKA
167
voru gróðursettar: í Áshreppi
1.000 plöntur, í Ólafslundi 290
plöntur, í Stekkjadal 300 plönt-
ur, á Blönduósi 115 plöntur, í
Kleifum 60 plöntur, í Hjarðar-
tungu 25 plöntur og á Mosfelli
15 plöntur. Stjórnin vill sérstak-
lega þakka heimilisfólkinu á Ás-
um fyrir gott starf að skógrækt
á Gunnfríðarstöðum og sýslu-
nefnd A—Hún. fjárhagslegan
stuðning við félagið.
Nú verður vonandi hægt að
fá nóg lerki, en það hefur verið
erfitt að fá undanfarið.
Holti Lindal, Holtastöðum.
SAMVINNUFÉLÖGIN.
Kaupfélagið.
Á s. 1. ári jókst velta kaupfélags-
ins um 22% og nam sala í verzl-
unum félagsins 131 milljón kr.
Unnið var að endurbótum á
verzlunarhúsi félagsins á Skaga-
strönd og verzlunaraðstaða þar
færð í það horf, sem nútíminn
krefst. Keyptur var einn vöru-
flutningabíll til þungaflutninga
og einn mjólkurbíll, einnig var
keyptur vörulyftari til notkunar
í pakkhúsi félagsins.
Mjólkursamlagið.
Innvegin mjólk árið 1971 var
3.770.680 kg, sem er 6,63%
meira magn en árið áður. Meðal-
fita reyndist 3,82%.
Hæstu innleggjendur voru:
Jóhannes Torfason, Torfalæk
112.789 kg, fita 3,93%, Jónas
Halldórsson, Leysingjastöðum
67.036 kg, fita 4,04%, Jón og
Zophonías, Hjallalandi 63.739
kg, fita 3,81%, Sigurður Magnús-
son, Hnjúki 62.562 kg, fita
3,81% og Sigurgeir Hannesson,
Stekkjardal 61.334 kg, fita 4,01%
Mesta meðal-fita var hjá Bjarna
Jónssyni í Haga 4,06%. Sala á
framleiðsluvörum Mjólkursam-
lagsins gekk mjög vel, enda urðu
nokkrar verðhækkanir erlendis á
árinu.
Keypt voru ný gerilsneyðingar-
tæki og gólf í elzta hluta stöðvar-
hússins var endurbyggt.
Sölufélagið.
Á aðalfundi S.A.H. 1970 var
stjórn félagsins veitt heimild til
þess að hefja framkvæmdir við
endurbyggingu sláturhússins. I
desember það ár ákvað stjórnin
að hafizt skyldi handa við þessar
framkvæmdir. Hófust þær í árs-
byrjun 1971 og tókst að ljúka
þeim á áætluðum tíma, í byrjun
september. Húsið uppfyllir þær
kröfur, sem nú eru gerðar til
útflutningssláturhúsa, hvað við-
víkur útbúnaði, hreinlæti og
vinnuaðstöðu. Áætlaður bygg-
ingarkostnaður var 27 milljónir,
endanlegir reikningar liggja ekki
enn fyrir, en ætlað er að þessi