Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 145
H Ú N AVAKA
143
einn af stofnendum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, en hún stofn-
aði kvenfélagið. Þau voru bæði heimakær og vildu framar öllu hag
heimilis síns. Hún var búkona mikil, er unni myndarbrag, utan
húss og innan, og vildi gjarnan ráða sínum áhugamálum. En hann
var sá, er allt lék í höndunum á og gat fært margt til betra lags.
Starfaði hann oft að smíðum utan heimilisins. Þau bjuggu um skeið
á Blönduósi í hinu gamla sýslumannshúsi, unz þau fóru á ellideild-
ina á H. A. H., en þar andaðist Elísabet.
Það sögðu þeir, er dvöldu á heimili þeirra, að þar hefði verið
góður heimilisandi og hugarþel til fólksins. ()g ávallt hafði verið gott
með þeim að dvelja og þess gætt vel, að fólk hefði nóg til fæðis og
klæðis. Og þó margt væri að iðja, þá var bókleg menning ávallt til
þess að auka andans gleði og sálarheill. Enda var það svo, er komið
var til þeirra hjóna á Blönduósi, þar var það þeim aukin gleði og
eins og meinabót, að sýna og hafa gott málverk af Svartárdal, horft
af húshlaði á Gili, út dalinn þeirra.
Sr. Pétur Þ. Ingjnldsson
HÖSKULDSSTAÐAPRF.STAKALL
Jón Þórarinn Jónsson, Þórshamri, Hcifðakaupstað, andaðist 22.
marz á H. A. H.
Hann var fæddur 4. marz 1904 á Akureyri.
Foreldrar: Jón Pálmason, Sigurðssonar bónda á Æsustöðum og
konu hans Sigríðar Gísladóttur frá Eyvindarstöðum. Kona Jóns
Pálmasonar, móðir Jóns, var Gróa Jónsdóttir.
Jón var með foreldrum sínum þar til móðir hans dó. Fór Jón í
fóstur 4 ára til afa síns, Pálma Sigurðssonar á Æsustöðum.
Jón stundaði alla æfi sveitastörf og þótti duglegur. Þá var hann og
söngelskur, sem hann átti kyn til.
Arið 1945 hóf hann búskap með Sigurrós Jóhannsdóttur úr Skaga-
firði. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu, sem nú er uppkomin.
Þau hjón bjuggu í Skagafirði í Hvammsgerði og Geitagerði og
búnaðist vel. En vegna heislubrests Jóns, fluttu þau til Höfðakaup-
staðar og bjuggu þar lengst af síðan. Vann þá kona hans mjög fyrir
þeim hjónum. F.n Jón dvaldi frá miðju ári 1969 á Héraðshælinu á