Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 113
HAFSTEINN JÓNASSON frá Njálsstöðum:
u
m menn og s
kepnur
i.
Freyja hét hún, rauð stóðhryssa er ég átti. Freyja var undan jarp-
skjóttri hryssu frá Gísla Jónssyni, er lengi bjó í Þórormstungu í
Vatnsdal, og bleikum stóðhesti frá Hjallalandi. Freyja var óvenju
falleg hryssa, enda hlaut hún jafnan fyrstu verðlaun á sýningum.
Eitt vor, þegar hún var á miðjum aldri, var hún óköstuð, þegar stóð-
ið var rekið á fjall. Nú líður tíminn og sláttur er fyrir nokkru haf-
inn. Þá ber það við í glaða sólskini og blíðu, er allir keppast við að
þurrka töðuna, að við verðum þess vör, að rautt hross kemur labb-
andi í rólegheitum utan allan veg og heim að fjárhúsum, sem voru
skammt frá bænum, og hneggjar þar. Þetta verður til þess að ég fer
ofan að húsunum til að huga að þessu hrossi. Þá sé ég að þarna er
Freyja mín komin, auðsjáanlega köstuð og búin að týna folaldinu.
Þegar hún sér mig, hneggjar hún lágt, lítur til mín og labbar svo af
stað í sömu átt og hún hafði komið úr, fer hægt og hneggjar öðru
hverju og virðist vera mjög sorgbitin. F.g var svo heppinn að hestar
voru heima. Ég bið því tvo krakkana mína að fara á eftir henni, en
legg áherzlu á að þau fari hægt og í töluverðri fjarlægð við hana.
Það er ekki að orðlengja það, að Freyja labbar í hægðum sínum út
allan veg, út fyrir neðan Syðrahól, þar upp með túni og upp á Núpa.
Þar á milli eru fláardrög hér og þar og smá jarðfallalækir til og frá.
Freyja fer nú rakleitt að einum læknum, þar sem hann rann neðan-
jarðar og stanzar þar, lítur til krakkanna, sem voru stutt á eftir, og
hneggjar hátt. Krakkarnir flýttu sér þá á staðinn og sjá að á jarð-
brúnni, sem Freyja stóð, er dáh'tið gat. Þegar þau líta þar niður sjá
þau folaldið. Það stóð þarna í vatni og gat sig lítið hreyft. Á þennan
hátt bjargaði Freyja folaldinu sínu og um leið kom glöggt í ljós,
að hún hafði mikið vit.