Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 178
176
H ÚN AVAKA
nema um 3 millj. króna. í því
sambandi skal tekið fram, að á
sl. ári innheimtust ekki nema %
af bifreiðagjöldum vegna laga-
breytinga um færslu á gjalddaga.
Hvernig hafa Húnvetningar
tekið Byggðatryggingu, innan-
héraðs fyrirtæki? Hafa þeir fært
tryggingar sínar frá öðrum trygg-
ingafélögum?
Við þessu má segja bæði já og
nei. Það er ákaflega misjafnt.
Sumir Húnvetningar hafa flutt
allar sínar tryggingar til félags-
ins, aðrir ekki neitt, og enn aðrir
farið bil beggja og skipt sínum
tryggingum milli okkar og þess
tryggingafélags sem þeir tryggðu
hjá áður og vildu af ýmsum
ástæðum halda tryggð við. í
heild finnst mér að Húnvetning-
ar hafi ekki tekið þessu nógu vel.
Það má t. d. nefna fasteigna-
tryggingar bæði í kauptúna-
hreppunum og sveitunum, sem
æskilegt væri að færðust til
félagsins.
Eitthvert stærsta skrefið, sem
gert hefur verið til að kynna fé-
lagið tel ég að hafi verið, er við
sendum mann næstum á hvern
bæ bæði í austur og vestur sýsl-
unni, en örfáa bæi komst hann
ekki á vegna ófærðar þar sem
þetta var að vetri til. Árangurinn
af þessu ferðalagi var mjög góð-
ur, og væri e. t. v. tímabært að
senda slíkan mann aftur.
Sl. vor komst nokkur hreyfing
hér í austur sýslunni á að kaupa
tryggingu á börn og unglinga,
sem stunda sveitavinnu yfir sum-
arið. Við höfðum því miður ekki
möguleika á að senda mann um
héraðið, það gerðu aftur á móti
Samvinnutryggingar. Því fór svo
að þeir fengu rnikið meira af
þeim tryggingum en við. Hins
vegar komu okkar fcistu við-
skiptavinir og tóku þessa trygg-
ingu hjá okkur.
Veitir Byggðatrygging sömu
þjónustu og önnur trygginga-
félög?
Jú, að mestu leyti gerum við
það. Við erum ekki með líftrygg-
ingar og verðum ekki. Til þess
að reka líftryggingastarfsemi
þarf sérstaka deild og trygginga-
fræðing. Svo höfum við heldur
ekki verið með búfjártryggingar.
Að öðru leyti getum við boðið
fram allar þær algengustu trygg-
ingar, sem viðskiptavinir þurfa
á að halda.
Hvað viltu segja mér um ið-
gjöld Byggðatryggingar, eru þau
haghvæmari en annarra trygg-
ingafélaga?
Það má segja að iðgjöld hjá
tryggingafélögum séu þau sömu.
Það getur að vísu verið um ör-
lítinn skoðanamun að ræða, en í
heild er þetta ákaflega svipað.
Hins vegar veitum við okkar
ívilnanir. Við höfum ekki tekið