Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 66
64
HÚNAVAKA
nokkrum sinnum, var hóað á móti og heyrðum við að það mundu
vera þeir Hallgrímur og Þorsteinn, enda komu þeir nú bráðlega til
okkar allir fannbarðir og rennblautir, því að þeir höfðu þurft að
sækja á móti hríðinni. Nú vantaði aðeins Eirík, en við vissurn að
hann var þaulkunnugur á þessum slóðum og bráðröskur göngumað-
ur, svo að við óttuðumst ekki um hann að svo komnu, en töldum að
eitthvað hefði tafið hann. Tilgangslaust var líka að fara út í hríðina
og náttmyrkrið að leita að honum, því að lítil von var til að sú
leit bæri árangur. Við tókum því það til bragðs að sf ipiast á um að
fara út úr skálanum og hóa á 10—15 mínútna fresti, í þeirri von að
það mundi bera einhvern árangur. En kvöldið leið, svo að Eiríkur
kom ekki og ekkert heyrðist til hans. Þegar fram á nóttina kom herti
frostið og alltaf var svælingshríð. Okkur var nú orðið fullljóst að
eitthvað hafði komið fyrir Eirík og við töldum hann í hættu stadd-
an, einkum vegna þess hve hann var illa búinn að skjólfötum. Eins
og áður segir lét hann utanyfirjakkann á hestinn, þegar við skildum
og var hann jrví alveg verjulaus fyrir illviðrinu. Ekkert var sofið í
skálanum um nóttina, en alltaf farið út á fárra mínútna fresti og
lióað og kallað, en allt kom fyrir ekki. Með birtingu næsta morgun
birti upp hríðina og var þá tafarlaust lagt af stað til að leita að
hinum týnda félaga. Fór nú veður batnandi og eftir stutta stund
var orðið albjart. Snjór var kominn mikill og því talsverð ófærð,
allar sprænur stóðu fullar af krapi og hálfhéldu manni, en hest-
urinn varð að brjóta ísinn á hverjum læk. Ekki höfðum við farið
mjög langt frá skálanum, þegar við þóttumst sjá mann koma á móti
okkur og urðurn við því harla fegnir, því að við gerðum ráð fyrir að
þar væri Eiríkur á ferð, eins og líka var. Eftir stutta stund bar fund-
um okkar saman og urðu þar fagnaðarfundir. Við skálabúar þótt-
umst hafa heimt Eirík úr helju. Ekki bar á að Eiríkur væri
neitt aðframkominn, Jrótt hann liefði lent í miklum hrakningum,
matarlaus og skjólfatalaus. Sagði hann okkur nú sögu sína, en hún
var í aðalatriðum á þessa leið. Nokkru eftir að hríðin skall á, daginn
áður, varð hann var við að hann tapaði átturn og vissi ekki glögglega
hvar hann var staddur, gengur hann sarnt áfram í ]rá átt er hann átti
von á að Öldumóðuskáli væri í, en eftir alllanga göngu kemur
hann á harðsporaslóð og tekur eftir því að meðfram slóðinni hafði
verið spýtt tóbakslegi, sem sást fyrir á snjónum. Áttaði hann sig
fljótt á að þessi sporaslóð hlaut að vera eftir Jrann sem þetta ritar,