Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 110
108
HÚNAVAKA
spuiði þennan ókunna mann að heiti. Tók hann þá ofan hattinn og
sagði:
— Hér getur að líta hið nauðaljóta höfuð Benedikts Sveinssonar
sýslumanns.
Þá spurði faðir minn frétta um samþingsmenn hans, m. a. Lárus
Blöndal sýslumann Húnvetninga. Svaraði Benedikt því litlu, en
sagðist þó þekkja smjörlausa strokka á þingi, sem oft skökuðu, þótt
lítið smjör sæist.
Þegar í tjöld vegagerðarmannanna kom þótti sjálfsagt að hita
kaffi handa slíkum höfðingja. Þá heimtaði Benedikt sýslumaður,
sem þá var þingmaður N.-Þingeyinga, að kallað væri í verkamenn
heim að tjaldi og þeim fyrst veitt kaffi. Orðaði hann það svo að
erfiðismennirnir ættu að fá kaffið á undan helv. . . . embættis-
mönnunum.
Lauk þessari kaffihressingu með gleðskap og hressilegu tali, þar
sent Benedikt var hrókur alls fagnaðar.
Föður mínum voru jaessi orðaskipti við Benedikt minnisstæð og
einnig hin fjörlega framkoma hans og frábæra mælska í orðræðun-
um. Síðar, þegar faðir minn var vinnumaður á Haukagili, var þar
helzti gististaður langferðamanna, sem fóru Grímstunguheiði.
Um Jónsmessideytið komu margir norðanþingmenn til gistingar á
suðurleið og' m. a. Benedikt Sveinsson. Þá stóð yfir endurbygging á
Haukagilsbæ að nokkru leyti og sváfu því þingmenn í vinnumanna-
skála, ásamt húskörlum heimilisins.
Þegar menn voru komnir í rekkjur hófst samtal meðal gesta, er
snerist til kappræðu um stjórnmál og breytingar á stjórnarskrár-
frumvarpinu, sem var baráttumál Benedikts. Harðnaði orðræðan
nokkuð, þar til Benedikt settist upp í rúmi sínu og hélt þrumandi
ræðu, með þeirri andagift og hraðmælsku, að undrun sætti. Sagðist
faðir minn aldrei hafa heyrt fimlegri rök eða ræðuflutning.
Að þessu loknu stöðvaðist orðræðan og menn hafa sjálfsagt lesið
kvöldbænir sínar og fallið í faðm svefnsins.
Ég las endurminningar Hannesar Þorsteinssonar og lýsir hann
Benedikt nokkuð náið. Benedikt hafði ákaflega einkennilega ræðu-
kæki, þegar eldmóðurinn greip hann. Stundum þegar hann hélt
ræðu í fundarsal eða jafnvel á þingfundi, sté hann öðrum fæti upp
á stól. Hann hafði alllangan hökutopp og handlék hann títt er hon-
um svall móður í brjósti, sneri upp á hann og þegar hann komst í