Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 28

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 28
Einar Sigurbjörnsson Eldklerkurinn síra Jón Steingrímsson Inngangur Síra Jón Steingrímsson sem hlotið hefur viðurnefnið eldklerkur var merkur maður. Hann lét eftir sig merkilega heimild um líf sitt og starf í sjálfsævi- sögu sinni sem hann hóf að rita eftir hremmingar Skaftáreldanna.' í henni gerir hann góða grein fyrir sjálfum sér og lífsviðhorfum sínum, ekki síst trú- arviðhorfum. Um leið er ævisagan mikilsverð heimild um trúarlíf og trúar- skoðanir alþýðu manna á íslandi á 18. öld. Séra Jón ritaði ævisögu sína að vissu leyti í vamarskyni en hann hafði orðið fyrir ámæli vegna meðferðar á styrktarfé til fátækra í prófastdæmi sínu. Féð átti hann að flytja í innsigluð- um böggli frá stiftamtmanni og koma því í hendur sýslumanns sem átti að sjá um úthlutun þess. Á leiðinni austur mætti hann fjölda fólks úr héruðum eystra og rann honum svo til rifja ástand þess að hann rauf innsiglið og hóf úthlutun styrktarfjár. Þetta var náttúrlega brot á trúnaði þó að hann hafi haft ákveðna hreppstjóra í vitorði með sér og haft sér til málsbóta að nauðstadd- ir hefðu ella orðið af þeim styrk sem hefði verið ætlaður þeim. Allt um það var hann kærður og þurfti að sæta sektum.1 2 Sjálfur segir hann í formála að ævisögunni að tilgangur sinn með ritun hennar sé að eftirláta afkomendum sínum vitnisburð um Guðs vernd og forsjón, hversu líf í trú og dygð eða Guðs ótta og góðum siðum leiði til farsældar um tíma og eilífð.3 Helstu æviatriði Jóns Steingrímssonar Séra Jón Steingrímsson var Skagfirðingur og fæddist að Þverá í Út-Blöndu- hlíð 10. september 1728. Foreldrar hans hétu Steingrímur Jónsson og Sig- 1 Jón Steingrímsson 1973. 2 Jón Steingrímsson 1973, s. 198-205. 3 Jón Steingrímsson 1973, s. 25-27. 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.