Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 33

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 33
uppbrennt hefur heilar byggðir og borgir. Stundum hefur til straffs komið eigin vangæsla mannanna á eldinum, að ég ei tali um, þá drykkjurútar hafa kveikt eld í sjálfum sér með of mikilli víndrykkju. Stundum hefur jörðin í sundur sprungið og af sínum iðrum eld til látið að eyðileggja menn, fénað og landspláss, hver dæmi öllum eru ljósi af h. skrift, allmörgum sagnabókum og frásögnum, en hér þurfti bevísingar til að færa. Þó hefur speki Guðs alloft því svo til hagað, að hún hefur verndað og leitt sín böm mitt úr þeim voða og þyrmt þeim, er hún vildi frelsa og unna lengri tíma til yfirbótar, eins og hér urðu nú til auðsjáanleg dæmi. Bæði þessar og aðrar frásagnir um Drottins hegningar eru þess vegna upp teiknaðar, að menn taki sér því heldur þar á vara að egna yfir sig Guðs fortærandi reiðield nokkru sinni.19 Eldurinn er þannig sérstakt tæki í hendi Guðs við að áminna menn. Og Jón Steingrímsson minnir á að Guð hafi á árunum næst undan eldinum blessað fólk með velsæld og góðu árferði. En í stað þess að fóma Guði þakkargjörð og þjóna honum með gleði, lét það velsældina villa um fyrir sér. Fólk tók heldur ekki mark á ýmsum fyrirbærum sem gátu bent til þess að einhverjir stórviðburðir væru í vændum og var því allsendis óviðbúið þegar ósköpin dundu yfir.20 Það er auðvelt að skilja viðhorf af þessu tagi sem ótta og álykta sem svo að prestar hafi með svona boðun verið að ógna fólki og vekja hjá því ótta. Tilgangur hennar var hins vegar ekki að vekja ógn og ótta. Öllu heldur var tilgangur hennar sá að vekja hjá fólki trú og traust á elsku Guðs og þar með æðruleysi til að takast á við lífið í árvekni og með dómgreind sem geti leitt til útsjónarsemi. Þegar menn treysta því að Guð sé sá er stjórnar jafnt mann- lífi sem lífi náttúrunnar, geta þeir túlkað það svo að óblíð náttúruöfl og ill öfl í mannlífinu geti reynst vera verkfæri Guðs ef fólk er reiðubúið að treysta handleiðslu hans. Boðunin gekk þá út á að fá fólk til að reiða sig á hjálp Guðs og nálægð til góðs samkvæmt því sem bók náðarinnar upplýsir um. Þegar menn þess vegna ígrunda náttúruna og mannlífið, verða þeir að hyggja að hvoru tveggja, lögmálum náttúrunnar sem Guð hefur sett og þeim vilja Guðs sem hann hefur opinberað mönnum í bók náðarinnar. Innsæi í vilja Guðs átti að kenna fólki að vera æðrulaust og örvænta ekki. Áminningarorðin eru því þau að vera vakandi, vera trúr, leggja allt í hönd Guðs og vænta sér alls góðs af honum. 19 Jón Steingrímsson 1973, s. 339-340. 20 Jón Steingrímsson 1973, s. 344-345. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.