Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 50

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 50
Ég sat kvöld eitt ein í herbergi mínu, og var þá eins og múramir hryndu skyndilega niður. Það kom ekkert sérstakt fyrir mig, en ég fann alt í einu aft- ur heildarlífið, fann mig hvíla í faðmi altilverunnar, ásamt öllum öðmm sál- um, fann að ég lifði og þær lifðu og að við áttum að lifa um alla eilífð.18 Þessi lýsing er eins konar upprifjun þeirrar reynslu sem Aðalbjörg varð fyr- ir sjö ára gömul og áður er getið, þar sem: „múrar sérvitundarinnar hrundu“. En þegar hér er komið sögu nýtur hún kynna sinna af guðspekinni við úr- vinnslu hennar. Umræða um þróunarkenningu Darwins og erfikenningar kirkjunnar var ofarlega á baugi innan hinnar ungu kennarastéttar um og eftir aldamótin 1900. Sumt í námsefni kennaraskólans var eins og olía á eld efasemda henn- ar í trúmálum. Það var einkum þróunarkenning Darwins sem virtist vera í beinni andstöðu við sköpunartrú Biblíunnar og allar hugmyndir trúarbragð- anna um annað líf. Trúin á Guð og annað líf er henni of mikið alvörumál - of tengd samkennd hennar við ástvini sína - til þess að hún gæti afgreitt hana auðveldlega og hafnað henni. „Ég stóð nærri Darwinismanum“, segir hún í blaðaviðtali. Hún var þó ekki sátt við hann að öllu leyti og bætir við: „Þegar ég varpa frá mér minni Helvítistrú, fer ég yfir í Darwinismann, en sætti mig þó ekki við að ekki sé neitt annað líf til.“19 Eins og nærri má geta áttu aðrir í sömu glímu og Aðalbjörg um og eftir aldamótin 1900, ekki síst kennarar. Þetta viðfangsefni var á dagskrá á kennaranámskeiði, sem Aðal- björg tók þátt í í Reykjavík vorið 1908. Valdimar Valvesson, skólastjóri á Neskaupsstað, sem síðar tók sér ættamafnið Snævarr, sótti þetta námskeið og benti henni á að kenningar guðspekinga tækju á þessu vandamáli og að hún gæti haft gagn af því að kynna sér þær. Aðalbjörg tók þessari ábendingu fegins hendi og hófst þegar handa um að safna saman fólki til að mynda leshring um boðskap guðspekinnar. Hafði hún fyrst samband við frændur sína, þá Hallgrím, Sigurð og Aðalstein Krist- inssyni og þeir sýndu málinu áhuga. Þeir þekktu Odd Bjömsson prent- smiðjustjóra sem tók vel í málaleitan þeirra um að lána þeim bækur.20 Hann hafði gengið í guðspekistúku í Kaupmannahöfn, þegar hann var við nám þar. Hann flutti til Akureyrar til að setja á stofn prentsmiðju árið 1901 og hóf í kyrrþey að kynna kenningar guðspekinnar.21 18 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1922:193. 19 Morgunblaðið 10. janúar 1967. 20 Aðalbjörg Sigurðardóttir. Fyrirlestur í Guðspekifélagshúsinu í Reykjavík. 21 Pétur Pétursson 1985: 104. 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.