Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 51
Brátt kom í ljós að aðrir málsmetandi menn og konur höfðu áhuga á guð-
spekinni. Þar á meðal var Jónas Jónasson prestur og kennari á Akureyri,
vinur og velgerðarmaður Aðalbjargar. Þá má geta að í þessum hópi góð-
borgara á Akureyri var Einar H. Kvaran einn nánasti vinur Haralds Níels-
sonar. Einar fékk fyrst fyrir alvöru áhuga á sálarransóknum og spíritisma á
Akureyri þar sem hann var blaðaritstjóri árin 1901-1904. Síðar bættist sjálf-
ur skáldjöfurinn séra Matthías Jochumsson í þennan hóp. Leshringurinn
sem Aðalbjörg átti frumkvæðið að á Akureyri varð brátt að formlegu félagi
sem fékk nafnið Systkinabandið, en leynd var yfir því sem þar fór fram.
Árið 1913 varð þetta félag að formlegri guðspekistúku í tengslum við mið-
stöð alþjóðlega Guðspekifélagsins.22
Ef einhver á skilið titilinn „móðir guðspekihreyfingarinnar á Islandi“ þá
er það Aðalbjörg Sigurðardóttir. Fyrir þessu gerði Ludvig Kaaber, kaup-
maður og síðar bankastjóri í Reykjavík, sér grein, en hann varð fjárhags-
legur bakhjarl hreyfingarinnar. Hugarheimur hans og lífsýn var mótuð af
dulhyggjunni, ekki síst guðspekinni og bar hann hag hennar og framgang á
íslandi mjög fyrir brjósti. Hann gaf t.d. Guðspekifélaginu það hús sem enn
stendur við Ingólfsstræti í Reykjavík og verið hefur miðstöð hreyfingarinn-
ar allt fram á þennan dag. Þegar að því kom að leggja grunn að starfsemi
hreyfingarinnar í Reykjavfk sumarið 1912 bað hann Aðalbjörgu að koma til
Reykjavíkur til að leggja á ráðin og vera í forsvari fyrir kynningarstarfinu.
Þar voru fyrir nokkrir Danir sem lögðu stund á guðspekileg fræði, en
Kaaber taldi það nauðsynlegt að frumkvæðið kæmi frá Islendingi ef hreyf-
ingin ætti að eiga framtíð fyrir sér á Islandi. Aðalbjörg vann að undirbún-
ingi stofnunar guðspekistúku í Reykjavík í vikutíma og sórust þau Ludvig
Kaaber þá að hennar sögn í fóstbræðralag um framgang hreyfingarinnar og
voru upp frá því eins og bestu systkin jafnvel eftir að hún yfirgaf Guðspeki-
félagið.23
Ljós guðspekinnar
Guðspekifélagið var upphaflega stofnað árið 1875 af miðlinum og dulspek-
ingnum frú Blavatsky, sem var fjölgáfuð og lífsreynd kona af rússneskum
ættum. I guðspekinni koma saman ýmsar hugmyndir úr austri og vestri og
úr varð þróunarhyggja sem gerir ráð fyrir framförum á andlega sviðinu. Hún
22 Pétur Pétursson 1985: 130.
23 Aðalbjörg Sigurðardóttir. Fyrirlestur í Guðspekifélagshúsinu í Reykjavík.
49