Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 51

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 51
Brátt kom í ljós að aðrir málsmetandi menn og konur höfðu áhuga á guð- spekinni. Þar á meðal var Jónas Jónasson prestur og kennari á Akureyri, vinur og velgerðarmaður Aðalbjargar. Þá má geta að í þessum hópi góð- borgara á Akureyri var Einar H. Kvaran einn nánasti vinur Haralds Níels- sonar. Einar fékk fyrst fyrir alvöru áhuga á sálarransóknum og spíritisma á Akureyri þar sem hann var blaðaritstjóri árin 1901-1904. Síðar bættist sjálf- ur skáldjöfurinn séra Matthías Jochumsson í þennan hóp. Leshringurinn sem Aðalbjörg átti frumkvæðið að á Akureyri varð brátt að formlegu félagi sem fékk nafnið Systkinabandið, en leynd var yfir því sem þar fór fram. Árið 1913 varð þetta félag að formlegri guðspekistúku í tengslum við mið- stöð alþjóðlega Guðspekifélagsins.22 Ef einhver á skilið titilinn „móðir guðspekihreyfingarinnar á Islandi“ þá er það Aðalbjörg Sigurðardóttir. Fyrir þessu gerði Ludvig Kaaber, kaup- maður og síðar bankastjóri í Reykjavík, sér grein, en hann varð fjárhags- legur bakhjarl hreyfingarinnar. Hugarheimur hans og lífsýn var mótuð af dulhyggjunni, ekki síst guðspekinni og bar hann hag hennar og framgang á íslandi mjög fyrir brjósti. Hann gaf t.d. Guðspekifélaginu það hús sem enn stendur við Ingólfsstræti í Reykjavík og verið hefur miðstöð hreyfingarinn- ar allt fram á þennan dag. Þegar að því kom að leggja grunn að starfsemi hreyfingarinnar í Reykjavfk sumarið 1912 bað hann Aðalbjörgu að koma til Reykjavíkur til að leggja á ráðin og vera í forsvari fyrir kynningarstarfinu. Þar voru fyrir nokkrir Danir sem lögðu stund á guðspekileg fræði, en Kaaber taldi það nauðsynlegt að frumkvæðið kæmi frá Islendingi ef hreyf- ingin ætti að eiga framtíð fyrir sér á Islandi. Aðalbjörg vann að undirbún- ingi stofnunar guðspekistúku í Reykjavík í vikutíma og sórust þau Ludvig Kaaber þá að hennar sögn í fóstbræðralag um framgang hreyfingarinnar og voru upp frá því eins og bestu systkin jafnvel eftir að hún yfirgaf Guðspeki- félagið.23 Ljós guðspekinnar Guðspekifélagið var upphaflega stofnað árið 1875 af miðlinum og dulspek- ingnum frú Blavatsky, sem var fjölgáfuð og lífsreynd kona af rússneskum ættum. I guðspekinni koma saman ýmsar hugmyndir úr austri og vestri og úr varð þróunarhyggja sem gerir ráð fyrir framförum á andlega sviðinu. Hún 22 Pétur Pétursson 1985: 130. 23 Aðalbjörg Sigurðardóttir. Fyrirlestur í Guðspekifélagshúsinu í Reykjavík. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.