Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 57

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 57
Ég á mér eina hugskotssýn, sem er mér kærari en allar aðrar, náttúrulega er hún ímyndun, en hefur þó veruleikablæ á sér fyrir mig. Ég sé Krist í bænum mínum, ljósstraumar ganga út frá honum, það ljós er kraftur, kraftur kærleik- ans. Ég krýp frammi fyrir honum, hann réttir hendumar blessandi út yfir mig, krafturinn og ljósið fyllir mig, svo jafnvel líkami minn titrar, og ég finn, að hann segir við mig, þó ég heyri ekkert: „Minn kraft gef ég þér, til þess að þú flytjir hann bræðrum mínum og systrum, þeim sem á leið þinni verða.“36 Ljósveran gefur Aðalbjörgu það verkefni að miðla læknandi ljósgeislum til sjúkra og sorgmæddra. Á þann hátt öðlast hún sjálf hlutdeild í dýrð þessar- ar veru. Til þess að geta orðið verðugt verkfæri í þessari þjónustu þarf hún að deyja sjálfri sér, eins og dulhyggjumenn og spámenn trúarbragðanna orða einhvem veginn þannig. Það þýðir, að hún stjómast ekki af eigin hvöt- um og löngunum. Hún afneitar þeim og þannig endurfæðist hún til nýs lífs í þjónustu kærleikans og ljóssins. Hún biður bænir og iðkar hugleiðslu og neitar sér að miklu leyti um kjöt og æsandi drykki eins og hún kallar kaffið. í svefni telur hún sig geta yfir- gefið líkama sinn til að vitja sjúkra og færa þeim lækningu ljósverunnar, sem fyrir henni er Kristur. Haraldur Níelsson var einn þeirra, sem hún reyndi að lækna á þennan hátt. Hún lýsir köllun sinni í bréfi til hans 2. jan- úar 1918: Ég tengist á einhvem undarlegan hátt við sálir þeirra, sem ég geri við svip- aðar tilraunir og við yður, að minnsta kosti einhvem tíma á eftir. Það er eins og sársauki þeirra og þjáningar gangi á einhvem hátt, eða að einhverju leyti, yfir í mína sálu, alls ekki eins og vanaleg meðaumkun, heldur finn ég og veit alltaf nokkum veginn innra með sjálfri mér, hvemig þeim líður. Svo hefur það verið og er jafnvel enn þá með séra Jónas, svo er það með móður mína, hvað langt sem er á milli okkar, líkamleg fjarlægð virðist eiginlega ekkert hafa að segja. Þetta er einmitt aðalástæðan til þess, að ég finn mig ekki enn þá nægilega sterka til þess að gera nema mjög lítið af þessum tilraunum, ég þarf sjálfagt að vaxa miklu meira á ýmsan hátt, þó skuluð þér ekki ætla, að þetta sé kvalafult ástand, það er þvert á móti einhver mesta sælan, sem ég þekki, og sem ég hreint ekki vildi fara á mis við. Sá Jónas, sem hún vísar til í bréfinu er séra Jónas Jónason rithöfundur og þjóðháttafræðingur, sem kenndi sig við Hrafnagil í Eyjafirði. Árið 1905 gerðist hann kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar en stundaði nokkur ár 36 Bréf frá Aðalbjörgu til Haralds Níelssonar, 20. mars 1918. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.