Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 67
skólanám Jóhanns og hún tekur Harald að sér og kemur honum til heilsu og
starfa á ný. Ráðagerðin gengur upp. Jóhann lýkur námi og fer utan til fram-
haldsnáms í bókmenntum. Haraldur nær heilsunni og meira en það, starfs-
orka hans er sem aldrei fyrr seinni hluta árs 1918 og andlegt þrek hans er
óbilað ævina út.
Haraldur kom í fyrirlestrarferð norður til Akureyrar sumarið 1918. Ferð-
in tókst vel og prófessomum var vel fagnað og fólk fjölmennir hvar sem
hann kom til að prédika og flytja fyrirlestra. Kynni þeirra Aðalbjargar urðu
nánari og þau trúlofuðust og fóru saman í skemmtiferð austur í þingeyskar
sveitir. Þau voru vígð í hjónaband 2. október 1918.
„að Iifa fyrir þig“
Þrátt fyrir kvenréttindabaráttuna gekk Aðalbjörg ekki inn í hjónabandið
með Haraldi með það í huga að standa á jafnréttisgrundvelli gagnvart hon-
um. Það er merkilegt að lesa það sem þessi mikla kvenréttindakona skrifar
tilvonandi eiginmanni sínum í bréfi 8. september 1918:
Nú á ég enga ósk heitari en þá, að ég geti orðið þjer sem mest á allan hátt,
ég vil því gjaman reyna að laga mig eftir þér og þínum óskum, sem allra
mest, en ég kann að gleyma því stundum, af því að ég að þessu hefi ekki
þurft að taka tillit til annars, en míns eigin vilja. Ég vil þess vegna biðja þig,
að segja mér alltaf hiklaust, ef þér þykir eitthvað að mér eða breytni minni,
sem ég gæti bætt úr, það er betra að tala um hlutina, en að geyma þá hjá sér.
Þú þarft ekki að óttast að ég taki það illa upp, ef ekki eru höfð stór eða meið-
andi orð, þau geta stundum sært svo voðalega, en það veit ég að þú mundir
aldrei gera. Vinur minn, guð gæfi að við gætum fundið þann styrk í samlíf-
inu, að við gætum lfka orðið öðrum meira eftir en áður, en þá skoða ég það
svo, að ég á fyrst og fremst að lifa fyrir þig og þú mátt gera þá kröfu til mín
og minna mig á hana, ef þér fínnst jeg vanrækja þá skyldu, þú borgar svo
fólkinu skuldir okkar beggja, ef guð gefur þér heilsu og kraft til starfa.49
Ástæða þess að Aðalbjörg gekk inn í hjónabandið með þessu hugarfari er
guðleg köllun hennar að fóma sér fyrir málstað kærleikans, afneita eigin
óskum til þess að aðrir geti verið frjálsir og hamingjusamir. Hún útskýrir
þetta nákvæmlega fyrir Haraldi:
Ég sagði þér einu sinni, að þegar ég hefði lofað að giftast þér, þá hefði það
49 Bréf frá Aðalbjörgu til Haralds 8. sept. 1918.
65