Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 112
Helgi Þorláksson
Viðbrögð við ritdómi eftir Hjalta Hugason
Hjalti Hugason birti í Ritröð Guðfræðistofnunar alllangan ritdóm, eða tæp-
ar 11 síður, um verk mitt Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds sem er sjötta bindi af
Sögu Islands sem kennd er við Þjóðhátíðamefnd 1974.1 Hann er gagnrýn-
inn á útgerð Sögu Islands í heild en ég leiði þá gagnrýni hjá mér. Að öðru
leyti einbeitir hann sér að kirkjusögu eða trúarsögu í skrifum mínum í um-
ræddu riti og finnst mér nauðsynlegt að koma að leiðréttingum og athuga-
semdum.
Hjalti lýsir þeirri skoðun sinni að skrif mín um siðbreytingu boði engar
nýjungar og nær hefði verið að láta einhvem annan sem betur væri að sér
fjalla um þetta efni og eins um guðfræði og hugmyndasögu. Ég hefði hins
vegar átt að fjalla eingöngu um hinn almenna hluta sem mun vera stjóm-
mála-, félags- og atvinnusaga. Umrætt ritverk, Saga Islands, hefur einmitt
verið gagnrýnt fyrir ‘þáttastefnu’ svonefnda, margir höfundar hafa fjallað
um einstök efni og á því hefur borið að lesendum hafi þótt bindin sundur-
laus. Gegn þessu var ætlunin að hamla. Mér finnst og hæpin sú skoðun
Hjalta að eðlilegt geti verið að skilja að trúarsögu og stjómmála- og félags-
sögu eftir siðbreytingu. Trúarlíf og konungsvald eða ríkisvald runnu að
ýmsu leyti saman í kjölfar siðbreytingar og sjálfur leggur Hjalti áherslu á að
tengja saman félagssögu og trúarsögu.
Hjalti er engan veginn sáttur við hvernig ég fjalla um ‘reformasjón’ og
hefði viljað að ég gerði það á sama hátt og gert er í ritverkinu Kristni á ís-
landi sem hann ritstýrði. Hann segir að ég geri grein fyrir hvaða íslenskt orð
ég telji heppilegast að nota um þetta hugtak en vísi ekki í neinar heimildir
og mun hann þá hafa Kristni á íslandi í huga og þá umfjöllun sem þar er um
1 Hjalti Hugason: „Kirkjusagan í Sögu íslands VI. Bindi", Ritröð Guðfrœðistofnunar 19 (2004), 119-29.
Helgi Þorláksson: Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds. Saga íslands VI. Ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík
2003).
110