Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 134

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 134
Gordon W. Lathrop. Holy Ground. A Liturgical Cosmology. Minnea polis. Fortress Press. 2003. 237 bls. Félagsfræðingar og mannfræðingar halda því fram að ritúöl skipti máli í mannlegu samfélagi og að þau endurspegli heimsmyndina og tilraunir mannsins til að skilgreina raunveruleikanum. Kenningar sínar byggja þeir aðallega á athugunum á svokölluðum frumstæðum þjóðum og menningu þar sem hefðir og goðsögur eru enn við lýði. Margt bendir til þess að þekk- ingarbylting upplýsingarinnar og trúin á tækni og vísindi hafi dregið úr mætti ritúala. En svo eru ýmsir sem segja að goðsagnir og rituöl séu enn uppistaða í tengslum okkar við veruleikann og þeir sem kalla sig póst- módemista segja engan annan raunveruleika til en þann sem er bundinn í reynsluheim þeirrar orðræðu sem gildir á ákveðnum stað og stund fyrir ákveðinn hagsmunahóp. Allt þetta skoðar Gordon Lathrop í bók sinni Holy Ground. A Litwgical Cosmology. Hann spyr hvort helgihald kristins safnaðar skipti máli í heim- inum í dag. Hefur það eitthvað að segja um það hvemig við nálgumst og umgöngumst náttúruna, hvemig við skiljum alheim, uppruna hans og gerð og hvað við hugsum þegar við horfum á stjömurnar á himninum? í viðleitni sinni til að gefa svör við þessum spurningum mótar höfundur litúrgíska heimsfræði sein hann byggir á eigin hefð sem er evangelísk lúthersk inn- blásinn af samkirkjulegri guðfræði og litúrgísku hreyfingunni. Aður hefur höfundur sent frá sér bækurnar Holy Things. A Liturgical Theology (1993) og Holy People: A Liturgical Ecclesiology (1999) sem með þeirri bók, sem hér um ræðir, mynda tríólógíu sem er dýrmæt gjöf til kristinnar kirkju sem senn tekst á við þriðja árþúsundið. Nýja bókin er að mörgu leyti athyglisverðust því þar fer höfundur inn á svið sem guðfræðing- ar hafa allt of oft komið sér hjá að fjalla um, sennilega af misskilinni auð- mýkt og tillitsemi í garð náttúru- og félagsvísinda. Hér er aldagamalli vöm guðfræðinnar snúið í sókn á glæsilegan hátt og höfundur sækir sér vopn ým- ist í nútímalega ritskýringu eða rit kirkjufeðranna. Hann hefur einnig haft fyrir því að kynna sér sjónarmið umhverfisvemdarsinna, kenningar eðlis- fræðinga um uppruna og gerð alheims og rannsóknir félagsfræðinga og mannfræðinga á ritúölum í ýmsum samfélögum. Hann er laus við allan tepruskap og frasa sem guðfræðingar nota allt of oft til að sleppa ódýrt fram hjá brennandi spumingum samtímanns. Oft tekst honum að bregða nýju ljósi á viðfangsefni sem inaður hélt að væru annað hvort útrædd eða óleys- anleg. 132
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.