Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 134
Gordon W. Lathrop. Holy Ground. A Liturgical Cosmology. Minnea
polis. Fortress Press. 2003. 237 bls.
Félagsfræðingar og mannfræðingar halda því fram að ritúöl skipti máli í
mannlegu samfélagi og að þau endurspegli heimsmyndina og tilraunir
mannsins til að skilgreina raunveruleikanum. Kenningar sínar byggja þeir
aðallega á athugunum á svokölluðum frumstæðum þjóðum og menningu
þar sem hefðir og goðsögur eru enn við lýði. Margt bendir til þess að þekk-
ingarbylting upplýsingarinnar og trúin á tækni og vísindi hafi dregið úr
mætti ritúala. En svo eru ýmsir sem segja að goðsagnir og rituöl séu enn
uppistaða í tengslum okkar við veruleikann og þeir sem kalla sig póst-
módemista segja engan annan raunveruleika til en þann sem er bundinn í
reynsluheim þeirrar orðræðu sem gildir á ákveðnum stað og stund fyrir
ákveðinn hagsmunahóp.
Allt þetta skoðar Gordon Lathrop í bók sinni Holy Ground. A Litwgical
Cosmology. Hann spyr hvort helgihald kristins safnaðar skipti máli í heim-
inum í dag. Hefur það eitthvað að segja um það hvemig við nálgumst og
umgöngumst náttúruna, hvemig við skiljum alheim, uppruna hans og gerð
og hvað við hugsum þegar við horfum á stjömurnar á himninum? í viðleitni
sinni til að gefa svör við þessum spurningum mótar höfundur litúrgíska
heimsfræði sein hann byggir á eigin hefð sem er evangelísk lúthersk inn-
blásinn af samkirkjulegri guðfræði og litúrgísku hreyfingunni.
Aður hefur höfundur sent frá sér bækurnar Holy Things. A Liturgical
Theology (1993) og Holy People: A Liturgical Ecclesiology (1999) sem
með þeirri bók, sem hér um ræðir, mynda tríólógíu sem er dýrmæt gjöf til
kristinnar kirkju sem senn tekst á við þriðja árþúsundið. Nýja bókin er að
mörgu leyti athyglisverðust því þar fer höfundur inn á svið sem guðfræðing-
ar hafa allt of oft komið sér hjá að fjalla um, sennilega af misskilinni auð-
mýkt og tillitsemi í garð náttúru- og félagsvísinda. Hér er aldagamalli vöm
guðfræðinnar snúið í sókn á glæsilegan hátt og höfundur sækir sér vopn ým-
ist í nútímalega ritskýringu eða rit kirkjufeðranna. Hann hefur einnig haft
fyrir því að kynna sér sjónarmið umhverfisvemdarsinna, kenningar eðlis-
fræðinga um uppruna og gerð alheims og rannsóknir félagsfræðinga og
mannfræðinga á ritúölum í ýmsum samfélögum. Hann er laus við allan
tepruskap og frasa sem guðfræðingar nota allt of oft til að sleppa ódýrt fram
hjá brennandi spumingum samtímanns. Oft tekst honum að bregða nýju
ljósi á viðfangsefni sem inaður hélt að væru annað hvort útrædd eða óleys-
anleg.
132