Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 10
SKAGFIRÐINGABÓK
Guðlaugar Guðmundsdóttur haustið 1910. Eg var þá fimm ára
og man lítið frá þeirri athöfn, nema logndrífa var, þegar kistan
var borin út úr bænum. Svo man eg, að næsta morgun var ilmur
af vindlareyk í baðstofunni. Síðar heyrði eg talað um, að fólk
utan úr Viðvíkursveit hefði komið að jarðarförinni.
Hartmann í Kolkuósi sá eg aðeins einu sinni. Það mun hafa
verið um eða laust fyrir 1940, að fundum okkar bar saman í
biðstofu Sparisjóðs Sauðárkróks. Við vorum þarna tveir einir
og töluðum eitthvað saman, sem eg man ekki hvað var. Mér
þótti skemmtilegt að sjá og heyra þennan nafnkennda mann.
Hann var meðalmaður á hæð og svaraði sér vel, kvikur á fæti,
þó kominn væri á áttræðisaldur, fríður sýnum og svipmótið
höfðinglegt; yfirlætislaus og blátt áfram í viðræðu.
Eins og að líkum lætur eru heimildir mínar um Hartmann úr
ýmsum áttum, bæði skráðar og munnlegar. Eg hef talað við
margt fólk, sem þekkti hann vel og getur sagt frá umsvifum
hans og ævistarfi.
Hartmann Ásgrímsson var fæddur að Sauðanesi á Upsa-
strönd 8. september 1874. Foreldrar hans voru Ásgrímur Gunn-
laugsson, vinnumaður þar, og Guðrún Ólafsdóttir, fósturdóttir
Sauðaneshjóna, Lofts Jónssonar og Guðrúnar Gísladóttur
prests í Stærra-Árskógi.
Ásgrímur var fæddur að Garði í Ólafsfirði og ólst þar upp
með foreldrum sínum, Gunnlaugi Magnússyni og konu hans
Þórönnu Gunnlaugsdóttur. Feður Ásgríms í þrjá ættliði voru
bændur í Ólafsfirði, en móðurætt þingeysk.
Foreldrar Guðrúnar, móður Hartmanns, voru Ólafur Jóns-
son bóndi á Reistará ytri og kona hans Guðlaug Ólafsdóttir.
Þau Ólafur og Guðlaug bjuggu góðbúi og áttu mörg börn.
Guðrún, móðir Hartmanns, mun hafa verið yngst átta
systkina og var tekin í fóstur sex ára gömul, þegar hún missti
8