Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 112
SKRIFTARKUNNÁTTA
í SKAGAFJARÐARPRÓFASTSDÆMI UM 1840
eftir ÖGMUND HELGASON
Allt frá siðaskiptum hafa kirkjuleg yfirvöld látið sig nokkru
varða lestrarkunnáttu landsbúa. I fyrstu þótti nægilegt, að
einungis einn maður væri lesandi á hverjum bæ, til að tryggt
væri, að kristilegur boðskapur húslestrarbókanna næði eyrum
heimilisfólksins. Það mun oftast hafa verið húsbóndinn, sem
kunni að lesa, en allt að fjórði hluti húsmæðra er einnig talið, að
verið hafi stautfær á þessum tíma.
Á 18. öld náðu áhrif pietismans eða heittrúarstefnunnar
hingað til lands. Fylgismenn þeirrar hreyfingar litu svo á, að
hverjum einstaklingi væri nauðsyn á trúarlegri innlifun svo
öðlast mætti sanna þekkingu á kristindómi. I samræmi við
þessar nýju hugmyndir voru kröfur auknar um kunnáttu í
lestri. Nú þurfti hvert barn að læra að lesa til þess að geta
tileinkað sér hin kristnu fræði af eigin raun, og skömmu fyrir
miðja öldina var lestrarkunnátta gerð að skilyrði fyrir fermingu.
Prestar skyldu fylgjast náið með, hvernig námið gengi, með því
að húsvitja reglulega og skrá hjá sér árangur hvers ungmennis.
Öld síðar má heita, að flestir landsmenn hafi verið læsir á
bók, þótt ekki sé talið, að fólk kynni almennt að lesa fyrr en á
síðari hluta 19. aldar.
Áðurgreint tímabil var ekki gerð opinber krafa um skriftar-
kunnáttu, og þess vegna eru engar skýrslur til, er greina frá
hversu mörgum var lagið að draga til stafs. Hins vegar er ljóst af
þeim mikla fjölda handrita, sem varðveizt hafa frá þessum
110