Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 87
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
breyta til í danskri stafsetníng í ýmsum atriðum, en sú tilbreytni
var mörgum ógeðfeld," (bls. 36). Og segir svo frá vondri
geðheilsu Rasks. Svo ólíkar eru frásagnir af sömu atburðum.
Því er þetta mál svo rækilega skýrt að þeir sem síðar hafa um
það fjallað hafa einblínt á „dóm“ Jóns Sigurðssonar og fordæmt
Baldvin Einarsson og félaga hans í deilunni við Rask. Sem dæmi
má nefna Björn M. Ólsen sem sagði að Baldvin hefði sýnt
óþarfa framhleypni að skipta sér af þessu máli „sem kom
honum mjög lítið við“(!). Eitthvað líkt hefði ærið oft mátt segja
um Jón Sigurðsson þegar hann tók sig til að verja málstað
íslendinga. Björn M. Olsen segir líka að Rask hafi kent íslend-
ingum „að skilja og rita rétt sína eigin tungu“ (Tímarit Bók-
menntafélagsins IX, 48). Benedikt Gröndal skopaðist að þessari
skýringu sem vonlegt var (Dægradvöl, 26 og 81, útg. 1965).
Þó að Jón Sigurðsson noti þarna tækifærið til að hressa við
álit stjórnar Fornfræðafélagsins í deilunni á sínum tíma, og
sverta þá sem síst skyldi, hreinlega í eiginhagsmunaskyni, þá var
hann sýnilega ekki á þeirri skoðun að Rask hefði bjargað
íslenskunni né að nein hætta steðjaði að henni. I áðurnefndu
afmælisriti Bókmenntafélagsins frá 1866 segir hann af öðru en
sams konar tilefni: „A íslandi sjálfu var óttinn fyrir því varla
mikill, að málið mundi deyja út, því eg held menn hafi ekki
fundið á sér þar almennt, að málinu færi aptur, en hitt var
fremur, að menn fundu til þess, að bókmálið var farið að fá á sig
annað snið en hið daglega málið, og kom það af því, að ýmsir
menn höfðu tekið fyrir sig að snúa útlendum ritum og kvæðum,
án þess að vera til hlítar færir um að koma á þau íslenzkum blæ“
(bls. 14-15).
En að Rask hafi átt hugmyndina og drýgstan þátt í stofnun
Bókmenntafélagsins 1816 lýsir Jón nákvæmlega.
Fullyrðing Rasks um hrörnun og dauða íslenskunnar sem
a. m. k. sumir seinni tíma íslendingar virðast hafa tekið trúan-
lega (sbr. t.d. Sögu íslendinga VII, 430—432 o.v.) er að litlu
hafandi. Rask skrifar þetta í fyrsta bréfinu frá Islandi, stuttu
85