Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 56
SKAGFIRÐINGABÓK
hann hafdi átt þátt í útleggíngunum, og skrifadi forsvars-
rit fyrir útleggíngunum, en svo hrodaligt og fullt af
vöflum og heimsku, hann tekr á medal annars í forsvar, ad
heimskr þýdi: mannftelinn og heipt þýdi hrund eda losta,
og allt eptir þessu. Þaradauki bendir hann ad því, þó undir
rós, ad íslendíngar kunni eigi sitt módrmál. Eg vard
balreidr og þoldi eigi þetta, eg gat ecki sofid, og ecki lesid,
eg mátti til ad rita svar, og þad var búid á þridia degi,
mönnum hefir þokt þad betr skrifad enn í medallagi. Þeir
14 Prófessorar sem útgéfa hid ádrnefnda mánadarrit
ritudu einnigin á móti Prófessor Rask, og kom mér og
þeim saman í flestu því sem vid áhrærdum hvörutveggi;
mitt rit fylgdi og med mánadarritinu. Nú hefir Professor
Rask svarad mér og Professórunum aptr, en einkanlega
eys hann reidinni út yfir mig, er hann þarí svo illyrdtr ad
allri furdu gegnir, og tekr þad allt álit úr bæklíng hans, hiá
þeim sem skynsamir eru. Eg verd ad svara hönum
einusinni enn, en svo segi eg hönum, ad þó hann riti heila
folianta med tómum atyrdum, svo virdi eg hann ecki svars
framar. Vid þetta rit hefi eg fengid töluverdt álit hér í
borginni. — Þad er ecki ólíkligt ad þad greidi mér götu
eptirleidis'.
Þetta er nú í stuttu máli ad segia af mér og hreistiverk-
um mínum í vetur. Nú verd eg ad víkia lítid eitt á
billtíngarnar í þiódalífinu stóra. Frakkar hafa verid ad búa
sig ut til Hernadar í allann vetr med mesta kappi, svo ad
öllum ægir þad margmenni sem þeir hafa samandregid,
eigi halda menn samt ad þeir byrii hernad ad fyrra bragdi,
en þeir verda skædir ef á verdr leitad. Nockud er þar
róstusamt innbirdis í landinu; og vinir Carls Xda leitast
vid ad koma sínum vélum fram, en allt árangrslaust
1 Sjá enn frekar, hvað efni þessa bréfs varðar, kaflann „Nokkrar viðbótar
skýringar" hér síðar.
54