Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 94
SKAGFIRÐINGABÓK
víða, þá hef ég átt því láni að fagna að hitta gott fólk fyrir, og
svo var líka í þetta skipti.
Bar nú ekkert til tíðinda fyrst um sinn, nema alltaf sá ég
daglega ókunnugt fólk, því samgöngur voru miklar á milli
bæjanna, enda lá þjóðbrautin fast við túnið.
Þegar ég var búin að vera hálfan mánuð, fékk ég lánaðan hest,
og fór ég á laugardagskvöldið yfir að Asi. Fékk ég fyrir
meðreiðarmann húsbóndann og tvo aðra. Þeir voru að fara til
fiskjar út að sjó. Eg var í Asi um nóttina, og svo fórum við Stína
báðar morguninn eftir upp að Sjávarborg, þar sem systir átti
heima. Við fengum ungan pilt til fylgdar, því við rötuðum ekki
rétta leið. Hann kom með okkur alla leið, en fór síðan út á
Krók. Við vorum þarna til kl. 8 um kveldið, og fékk þá systir
lánaðan hest og kom með okkur út á Sauðárkrók, því við
ætluðum að vita, hvort fylgdarmaðurinn væri farinn á undan
okkur. Þegar við vorum þarna á ferð, þá óskuðum við, að
mömmur okkar hefðu svo gott sjóngler við augað, að þær sæju
okkur, hvar við værum að þeytast. A Króknum bættust við
tvær aðrar í hópinn, sem ætluðu yfir í Hegranes, enda var sprett
úr spori, þegar farið var af stað. Þegar komið er að Vötnunum að
vestanverðu, er farið í ferju, og er hún svo stór, að hún rúmar 11 —
14 hross í einu. Ferðin gekk ágætlega vel. Stína og fylgdarmað-
urinn komu með mér austur fyrir Vötn, og kom ég heim kl. 11.
Mig langar til að geta um sýn, sem ég sá daginn, sem ég var á
Sjávarborg, vegna þess hvað fáheyrt það er: Það var stúlka, sem
gengur ætíð á karlmannsfötum. Hún var á dökkgráum buxum
og svartri peysu, í vaðstígvélum, með hatt á höfði, en hafði
flétturnar upp á höfðinu. Mér var sagt, að hún ynni öll karl-
mannsverk, enda sá ég deili til þess, því þegar ég kom út á
Sauðárkrók, sá ég hana í verzlun þar við að saga í sundur kassa;
og sýndist mér hraustlega að verki gengið.1
1 Hér er átt við Jóhönnu Pétursdóttur, kaupmanns á Sjávarborg, Sigurðs-
sonar. Hún bjó um þetta leyti ógift í Borgargerði, liðlega fimmtug að aldri.
92