Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 157
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
auka afköstin að miklum mun, enda er þess ekki vanþörf. í
vetur var haldið uppi ferðum einu sinni í viku milli Sauðárkróks
og Reykjavíkur, en héðan gekk svo flóabátur til Siglufjarðar og
Akureyrar með fólk og farangur.
A síðastliðnu sumri andaðist að heimili sínu Björn L. Jónsson
á Stóru-Seylu. Hann var kvæntur Margrétu Björnsdóttur, hinni
mestu merkiskonu, er enn lifir mann sinn. Björn var að ýmsu
leyti merkismaður, harðduglegur að hverju sem hann gekk.
Hann var hreppstjóri og oddviti þeirra Seylhreppinga um langt
skeið og lét mjög til sín taka mál sveitarfélagsins. Heimili þeirra
hjóna var orðlagt fyrir gestrisni og höfðingsskap; og munu þess
margir minnugir, sem komu að Stóru-Seylu í þeirra tíð.
Á þessu ári lézt einnig Valdimar Guðmundsson bóndi í
Vallanesi í Hólmi. Hann var fæddur 19. febrúar 1878, sonur
hjónanna Guðmundar Sigurðssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur
frá Djúpadal. Bjuggu þau lengi stórbúi í Ytra-Vallholti.
Valdimar ólst upp hjá foreldrum sínum, og þó þau væru
fremur fátæk framan af, brutust þau í því að koma þessum
námfúsa pilti til menntunar og sendu hann á Möðruvalla-
skólann. Gekk honum námið þar að óskum, fór enn til foreldra
sinna og vann þar að búinu, ásamt bræðrum sínum, og leið ekki
á löngu, unz þar var komið stórbú. Eftir það kaupir Valdimar
lítið kot í Hólminum, sem hét Skinþúfa, og flutti þangað með
bústofn sinn, sem var fremur lítill. Hóf hann þegar umbætur á
jörðinni og var ekki smátækur. Lagði hann í það stórfé á hverju
ári, en allt um það blómgaðist bú hans og óx með ári hverju.
Túnið sléttaði hann allt og jók það stórkostlega, einnig vatns-
veitur á engi jarðarinnar. Þá byggði hann steinsteypt íbúðarhús
og peningshús, og hlöður byggði hann einnig upp að nýju.
Mátti heita, að búskapur hans væri til fyrirmyndar á flestum
sviðum. A fyrstu árum sínum stofnaði hann kynbótabú fyrir
hross, enda mátti segja um hann eins og biskupinn forðum, „að
honum þótti góð hrossin.“ Fengu hross þaðan hið bezta orð,
enda margur gæðingurinn kominn frá Vallanesi, en svo skírði
155