Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 91
SUMUR Á SYÐRI-BREKKUM
Frásagnir Ríkeyjar Örnólfsdóttur af ferðum hennar norður í
Skagafjörð og dvölinni þar voru samdar handa kvenfélags-
konum á Suðureyri. Eiginhandarritin eru vel frá gengin, bera
vitni staðgóðri undirstöðumenntun tvítugrar stúlku, sem aðeins
naut barnaskólakennslu; skriftin skýr og áferðargóð og staf-
setning lýtalítil. Eins ber sjálft frásagnarlagið með sér greind,
athyglisgáfu og málkennd.
Það er horfinn þjóðlífsþáttur, að konur (ellegar menn) á einu
landshorni taki sig upp í hóp til þess að fara í kaupavinnu
sumarlangt á annað landshorn. Slíkar vistráðningar höfðu efa-
laust gildi jafnt fyrir aðkomufólkið sem þá, er fyrir voru. Mætti
margt um það segja, þótt hér verði ekki gert. En svo algengar
sem þessar vistráðningar voru, þá eru að sama skapi sjaldgæfar
frásagnir um þær beint frá hendi kaupafólksins. Hér segir tvítug
kaupakona af Vestfjörðum í knöppu máli frá tveimur sumrum,
sem hún átti í Skagafirði, skipsferðunum þangað og ýmsu, sem
henni þótti ástæða til að rifja upp frá dvöl sinni í héraðinu. Ætla
má, að ekki sé að finna margar hliðstæðar ferðasögur stúlkna,
sem fóru að vestan í sumarvinnu norðanlands um 1920.
Ríkey Örnólfsdóttir réð sig fyrst að Asi í Hegranesi, eins og
áður segir, en svo að Syðri-Brekkum, þá tvíbýlisjörð. Á öðru
búinu bjuggu hjónin Guðvarður Guðmundsson og Margrét
Jónasdóttir, húsbændur Ríkeyjar, en á hinum jarðarpartinum
bræður Margrétar, Björn og Sigurður. Jafnframt voru þar á bæ
foreldrar þeirra systkina, Jónas Jónsson, smiður góður, og
Pálína Björnsdóttir ljósmóðir, mikilsvirt hjón. Þau hófu búskap
á Syðri-Brekkum árið 1895 og bjuggu þar til 1910, að börn
þeirra, Björn og Sigríður, tóku við búinu; þó var Pálína skráð
ábúandi samhliða þeim tvö ár síðar, 1919—21. Hún lifði til
1949, en Jónas maður hennar til 1941. Þau dóu bæði á Syðri-
Brekkum. Kunnast sex barna þeirra er Hermann; farinn að
heiman og við háskólanám í lögfræði þann tíma, sem hér ræðir
um, seinna forsætisráðherra; en elztur var Pétur, síðar hrepp-
stjóri á Sauðárkróki, ráðsmaður í Ási í Hegranesi, þegar Ríkey
89