Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 29
HARTMANN ÁSGRÍMSSON í KOLKUÓSI
Fasteignir: Kr.
Langhús, Kolkuós, Unastaðir, Brekkukot,
Miklihóll, Teigur. Fasteignir metnar 33.600
Búfé:
Þrjár kýr, áttatíu og þrjár ær, ellefu
gemlingar, fjórir hrútar, einn sauður,
þrjátíu og tvö hross. 13.833
Útistandandi skuldir 15.800
Eigniralls 63.233
Skuldiralls 29.780
Skuldlaus eign 33.453
Við þessa eignaskrá er það að athuga, að Hartmann fékk
Brekkukot og Teig með konu sinni. Þær jarðir voru áður í eigu
Svaðastaðafólks. Unastaði fékk Hartmann eftir föður sinn.
Þessar jarðir og tekjur af þeim voru ekki gróði af verzlun. Þegar
búið er að draga þessar eignir frá skuldlausri eign Hartmanns
1928 og jafna því, sem þá er eftir, á 27 ár, verður ekki mikil
eignamyndun á ári að meðaltali.
Hartmann seldi aldrei brennivín, svo ekki græddi hann á því.
Hann var líka bindindismaður. Séra Zophónias stofnaði
bindindisfélag, og var Hartmann í því meðan það starfaði.
Arið 1912 sigldi Hartmann til Skotlands, Danmerkur og
Svíþjóðar í verzlunarerindum. Hann hafði umboðssala í Kaup-
mannahöfn, Jakob Gunnlaugsson. Hann var ættaður austan af
landi, en þeir voru skólabræður frá Möðruvöllum. Jakob tók
2% í umboðslaun, hvort sem varan var flutt út eða inn.
Nokkrar verzlunarbækur Kolkuósverzlunar eru til, og ná
þær frá 1913 fram yfir 1930. Eldri bækur voru til, en finnast
ekki nú. Þessar bækur eru greinilega færðar og löglega, vitnað í
frumbækur, sem þá hafa líka verið færðar. Á stöku stað er
strikað yfir línu, og gætu það verið leiðréttingar. Mest af
27