Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 149
ANNALL UR SKAGAFIRÐI
Sigurðsson, sr. Hallgrímur Thorlacius, alþingismennirnir Jón
Sigurðsson á Reynistað og Sigurður Þórðarson á Nautabúi og
ýmsir fleiri. Þótti öllum, sem við voru staddir, þessi athöfn fara
hið bezta fram, og mátti með sanni segja, að Skagfirðingar
tækju vel á móti gamla manninum, er hann kom heim til
héraðsins aftur eftir erfiði lífsins til að hljóta leg,
„við hið milda og mjúka
móðurjarðarskaut.“
Hinn 2. apríl var sýslufundurinn settur á Sauðárkróki, en það
merkilegasta við hann að þessu sinni var það, að þetta var 70.
aðalfundur nefndarinnar, en hinn 101. fundur, ef aukafundir
eru taldir. I tilefni af þessu afmæli sínu hafði sýslunefnd kosið
sérstaka hátíðanefnd til að annast allar framkvæmdir þar að
lútandi. Hafði sú nefnd boðið til samsætis, er átti að halda í
þessu tilefni öllum núlifandi sýslumönnum, hreppstjórum,
oddvitum og prestum og læknum héraðsins, kennurum bænda-
skólans á Hólum og yfirleitt starfsmönnum ríkis og sýslu og
konum þeirra.
Afmælið hófst með hátíðahaldi í fundarsal sýslunefndarinn-
ar. Voru þar mættir, auk sýslunefndar og oddvita hennar, flestir
gestir nefndarinnar. Sýslumaðurinn, Sigurður Sigurðsson, setti
fundinn og bauð gesti velkomna. Rakti hann því næst helztu
þætti í sögu sýslunefndar frá byrjun og fram að þessum tíma,
drap á helztu menningarmál, er nefndin hefði beitt sér fyrir í
héraðinu og hversu miklu fé hefði verið varið til þeirra úr
sýslusjóði. Að því loknu lagði sýslumaður fram og las upp
frumvarp til samþykktar um skóggræðslu í Skagafirði, sem
borið var fram af hátíðarnefndinni í tilefni afmælisins. Eftir
stuttar umræður var frumvarpið samþykkt með nafnakalli.
Það mátti með sanni segja, að hátíðarnefndinni hafi farizt vel,
er hún valdi þetta mál og gerði það að óskabarni Skagfirðinga á
þessum tímamótum, er næsta öld hefst í fundahöldum sýslu-
147