Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 71
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
skuli hafa ordid þér til byrdi, meiri enn veniuligrar byrdi,
og sá annar er mótlæti og Sorg þeirrar sem eg fordum
elskadi og enn elska. Þetta tvent tekr enn meira á mig
þessvegna, ad eg hefi ordid þeim til ílls, sem eg vildi verda
ad mestu gódu og varla mun nokkurt mótlæti þyngra
þeim sem nokkud huxa. — Þó hugga eg mig vid þad, ad eg
þykist siá fyrir endan á því fyrra, þar má og skal verda
endir á.
Nú eru ekki eptir nema 14 dagar þángadtil þær skrifligu
raunir koma til Examens, og þessvegna á eg nú miög
annríkt, heppnist mér þad vel, þá fæ eg eitthvad ad starfa
og eitthvad ad jeta, en um þad verd ég komin í skuldir, og
þad eru þær sem eg þarf adstod til ad klára. Eg sæki um
Sýslu í Islandi þegar hún fellr, ef ekkert býdst hér ádr sem
lífvænligt er. Vid erum hér öll vid góda heilsu núna, þó lá
eg eda var lasinn hálfsmánadartíma hérna á dögunum, en
nú er eg heill þeirra meina. Drengrinn Einar dafnar mikid
vel, og er hann nú 23 vikna.
Satt er þad, mikid gengr á í útlöndum, en því er betr, ad
margir undirsátar ná nú vilia sínum. Frankar fengu Carl
Xda frá völdum, og fengu Philip 1 sem þeir vildu flestir,
og sem þeim var betri enn Republik eda fólkstiórn.
Belgískir hafa rifid sig frá Hollandi, og hafa fengid Kóng
eptir sínu höfdi. I Saxen hefir margt lagfærst sídan Und-
irsatarnir hreifdu sér þar. I sydra Þýdskalandi lagast
margt án óróa, en þó eptir frelsisdagana í París, í Englandi
eru menn ad beriast vid gamla Adalsveldid. Pólen, þad
makalausa Pólen! gerir kraptaverk, þad stendr uppí
hárinu á hinu stóra og endalausa Gardaríki, og veitir því
hvörn averkan á fætr ödrum. Um lánga tíma fréttist
ekkért frá Warschau <annad en> ad þar væri órói og
óánægia, ad hershöfdínginn Skrinekki væri settr af og
annar komin í stadin hans, en Skrinekki sagdr rekin burt
úr borginni, og ad stiórnarrádid væri afsett og nýtt komid
69