Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 117
SKRIFTARKUNNÁTTA UM 1840
lýsa kunnáttu í hinu ritaða máli. Fleira er óljóst, svo sem
hvort lögbýlisbændur einir eru kallaðir bændur, eða hvort
búendur á afbýlum eða hjáleigum eru með taldir. Um hvort
tveggja síðastnefndra atriða verður að ráða í málið, eftir því sem
orðalag gefur tilefni til hverju sinni.
Af framansögðu má skipta þessum sóknum í þrennt eftir
heimildagildi svaranna: Sóknir, sem á er að byggja. Þær eru
Fagraness- og Sjávarborgarsóknir og Knappsstaðasókn. Sóknir,
sem ætla má að veiti einhverja marktæka vitneskju. Það eru
helzt Glaumbæjar- og Víðimýrarsóknir, Mælifells- og Reykja-
sóknir, Goðdala- og Abæjarsóknir og Rípursókn. Sóknir, þar
sem svör eru svo óljós, að nánast ekkert verður með vissu af
þeim ráðið, eru Hvamms- og Ketusóknir, Reynistaðarsókn,
Miklabæjar- og Silfrastaðasóknir, Hofstaða- og Flugumýrar-
sóknir, Viðvíkur- og Hólasóknir, Hofs- og Miklabæjarsóknir,
Fells- og Höfðasóknir og Barðs- og Holtssóknir. Þessi skipting
skýrist nánar hér á eftir.
I Fagraness- og Sjávarborgarsóknum voru á aðalmanntali
árið 1840 að samanlögðu 30 búendur nefndir húsbændur, bæði
á lögbýlum og hjáleigum, en auk þess nokkrir kallaðir hús-
menn. Virðist útilokað annað en þeir, sem húsbóndatitilinn
bera, séu lagðir að jöfnu, þegar talað er um bændur, enda hafa
sumir þeirra, sem hjáleigur byggja, með höndum trúnaðarstörf í
sveitinni. Að sögn prests eru 5 bændur „sæmilega skrifandi", en
samkvæmt orðalagi virðist mega bæta honum sjálfum við, svo 6
verða því taldir, og 9 „klórandi". Þegar hlutfallstölur::' eru
reiknaðar, eru það 20%, sem kunna vel að skrifa, en 30%, sem
kallast eitthvað geta dregið til stafs, eða samtals 50% þeirra sem
standa fyrir búi. Konur eru sagðar 6 eða 7 geta „párað“, eða
Hér eru til hægðarauka allar hlutfallstölur reiknaðar með aukastaf, þótt ekki
beri svo að skilja, að það hafi neina grundvallarþýðingu, — allra sízt þar
sem þær tölur, sem teknar eru með í dæmið, eru meira eða minna byggðar á
líkindum.
115