Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 92
SKAGFIRÐINGABÓK
var á Syðri-Brekkum, sbr. frásögn hennar. Samtals voru fyrra
sumarið á báðum búum ellefu manns, og allt það fólk féll henni
„mjög vel í geð“, eins og hún segir í viðauka við minningar sínar
frá því sumri. Og svo traustum böndum tengdist fjölskylda
hennar heimilinu á Syðri-Brekkum, að löngu seinna, eða sumar-
ið 1949, fór elzti sonur Ríkeyjar, Oskar Einarsson, unglingur í
sveit þangað, til þeirra Guðvarðar Guðmundssonar og Mar-
grétar Jónasdóttur.
Pess skal getið í lokin, að undirritaður setti fáeinar, stuttar
skýringargreinar við frásagnirnar neðanmáls. Einnig er rétt, að
komi fram, að ljósmyndirnar frá Syðri-Brekkum eru úr fórum
Kristrúnar Ornólfsdóttur.
H. P.
I
Sunnudaginn 24. júní [1923] lögðum við af stað frá heimili
okkar í kaupavinnu til Skagafjarðar; fórum á mótorbát
(Hallvarði) til Isafjarðar og biðum þar þangað til á mánu-
dagskvöld kl. 10. Þá fórum við á Esju, og var ferðinni heitið til
Sauðárkróks. Veðrið var hið bezta, og vorum við á dekki
norður fyrir Straumnes til þess að sjá gamla Goðafoss,1 og svo
var verið að dansa á dekkinu. Hoffmeistarinn spilaði á eitthvert
hljóðfæri, og einn farþeginn spilaði á harmoniku, sem þeir
stilltu saman, og svo var dansað eftir þessu. Einn herrann kom
til okkar og bauð okkur að dansa, en við vildum ekkert vera að
því og bárum því við, að við kynnum það ekki.
Kl. 2 fórum við að sofa og sváfum vært til morguns. Þá
vorum við komin á Reykjarfjörð. Þar var staðið stutt við. Þar
næst var komið á Hólmavík. Sömuleiðis stutt viðstaða þar.
1 Goðafoss (hinn elzti) var keyptur til landsins 1915, en strandaði við
Straumnes sama ár. Skipsflakið sést þar ennþá að nokkru leyti.
90