Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 73
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
módr minni gódri, brædrum og systr minni. Eg árna ykkr
alls góds af gudi.
Þinn þig elskandi og heidrandi Sonr
Baldvin Einarsson
P. S.
Hiartans þakkir fyrir brefid með Sunnanskipunum. Er
systr minni batnad?
Kaupmannahöfn þann 30 Sept 1831
Hiartkiærasti Fadir minn!
Nú gét eg sagt þer þad í fréttum, ad eg er búin ad liúka af
skriflegu þrautunum til Examens, þær endudu í fyrra dag,
og vörudu þær í 4 daga. Ekki gét eg sagt þér hvornig mér
hefir gengid, því þad fæ eg ekki ad vita fyrri en eptir 9
daga, þá verda Prófessorarnir búnir ad dæma verkin vor,
hafi mér nú gengid vel, þá er þrautin unnin, hafi mér
gengid ílla, svo verd eg ad gera betr í vor. En hvörnig á eg
ad lifa þángadtil? Þad kostar mig eina 300 dali, ef ekki
eitthvad fénast amedan; Þú ert svo lángt burtu ad eg get
ekki spurt þig hvört og hvad eg megi taka til láns uppá
þig. Geti eg ekkert fengid nema uppá þitt nafn, þá verd eg
ad taka þad heldrenn ad drepast, þú getr alltént neitad ad
borga, en þá er eg þó búin ad hafa þess öll not, og
mennirnir verda ad bída þángadtil eg verd ríkr eins og Jón
Hrólfsson.1 Þér mun nú þykia þetta órádvendnisligt, en
hvad á ad segia þegar í naudirnar rekr? meiningin er þó
ekki ad svíkia mennina med öllu. En eg geri nú rád fyrir
því versta, eins og þú ert vanur, og mattu ekki láta þad
hrella þig, því ekki er víst þad verdi, þó eg segi svo. Því
1 Jón Hróltsson, Móskógum (?)
71