Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 141
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
komið. Meira að segja fyrstu farfuglarnir eru byrjaðir að láta til
sín heyra. Annars má segja að hér í Skagafirði hafi ekki komið
harður vetur síðan 1920, heldur hafi þeir verið hver öðrum betri
þó líklega taki þessi, sem nú fer að kveðja, þeim öllum fram að
árgæzku, og má þá reyndar taka árið sem eina heild. Segir eldra
fólkið, að það sé öðruvísi en var í „þeirra ungdæmi“, þegar viku
hríðar geisuðu og skildu allt eftir í einu snjókafi. En það er víðar
en á landi, sem gætir þessarar gæzku náttúrunnar. Aður fyrr
fékkst hér t. d. aldrei bein úr sjó að heitið gæti fyrr en eftir
sumarmál, en í vetur hefir verið róið hér við Skagafjörð, hvenær
sem gefið hefir á sjó, og hefir alltaf aflazt og stundum ágætlega.
Hefir orðið að því stórmikið hagræði, með því verði sem nú er á
fiski.
Ekki er hægt annað að segja en verzlun sé sæmileg, og
atvinnuleysi er nú óþekkt fyrirbrigði síðan Bretavinnan kom til
sögunnar. En auk þess hefir stjórnin lagt drjúgum til opinberra
framkvæmda umfram það venjulega.
I hverri sýslu á landinu er unnið að vegalagningu, og víða í
mörgum stöðum. Hér er lögð aðaláherzla á það að byggja
veginn frá Reykjavík til Akureyrar og ganga þannig frá honum,
að hann verði fær sem lengstan tíma á ári hverju. Verður unnið
bæði á Vatnsskarðinu og á Oxnadalsheiði í sumar, en það eru
erfiðustu kaflarnir á fyrrnefndri leið. — Nýja brautin er komin
langt austur á Vatnsskarðið, og með hjálp hennar hefir verið
haldið uppi ferðum í hverri einustu viku í allan vetur frá
Reykjavík til Sauðárkróks. Er það mikil framför frá því, er
Skagfirðingar þeir, sem reru suður, urðu að ganga þá vegalengd
alla með pjönkur sínar, og voru svo dögum og stundum svo
vikum skipti á leiðinni, en nú er þessi sama leið farin á 1 — 1 Vi
degi.
Innan héraðsins hefir vegakerfið verið stórbætt nú á seinni
árum, og er unnið að því ósleitilega að gera sýsluvegina sem
bezta og koma þeim í sambönd við þjóðvegina; t. d. á að verja
kr. 35 þúsundum til sýsluveganna í ár, og svipuð var sú
139