Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 89
SUMUR A SYÐRI-BREKKUM
eftir ríkeyju örnólfsdóttur, Suðureyri
Ríkey örnólfsdóttir, höfundur frásagnanna, sem hér birtast,
var fædd á Suðureyri í Súgandafirði 1. október 1903, dóttir
hjónanna Ornólfs Jóhannessonar, sjómanns og verkamanns
þar, og Margrétar Guðnadóttur. Þau eignuðust 16 börn, 13
þeirra komust upp, öll mannvæn og myndarleg. Elzt var Krist-
rún Þórlaug, sem kemur við frásagnirnar hér á eftir, fædd 1902,
en Ríkey næstelzt.
Ríkey ólst upp í foreldrahúsum á Suðureyri. Þar naut hún
þeirrar barnafræðslu, sem þá gafst, í ágætum skóla Friðriks
Hjartar, hins þekkta kennara. Hún mun ekki hafa hleypt
heimdraganum, fyrr en hún fór í kaupavinnu til Skagafjarðar
sumarið 1922, á nítjánda ári. Þá var hún í Asi í Hegranesi, hjá
Asgrími Einarssyni og Stefaníu Guðmundsdóttur, en tvö næstu
sumur á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Ekki dvaldist hún fleiri
sumur í Skagafirði. Eftir það gekk hún um tíma að ýmsum
störfum heima í Súgandafirði; var einnig fyrir 1930 kaupakona
tvö eða þrjú sumur á Horni í Arnarfirði og lærði einn vetur
fatasaum hjá klæðskera á Isafirði.
Á Horni lágu saman leiðir Ríkeyjar og bóndasonar þar á bæ,
Einars Jóhannssonar. Hann hafði flutzt ungur að Horni með
foreldrum sínum frá Dynjanda í sömu sveit. Þau Ríkey gengu í
hjónaband á nýársdag 1935, reistu sér heimili á Suðureyri og
bjuggu þar síðan, meðan bæði lifðu. Einar stundaði sjó nær
eingöngu og átti hlut í mótorbátum, fyrst litlum (trillu), svo
öðrum stærri (15 tonna bát).
87