Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 55
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
er konan ólétt, er hún komin rétt ad falli, og kemr hún
líklega nidr í dag eda á morgun. Heraf gétr þu ályktad,
fadir gódr! ad mer var ecki hægt ad hætta mer í examen,
þar eg nú tefst fra öllum lestri þessa daga, og hlýt ad vaka
allar nætr yfir siúklíngnum, en eg var ecki svo sterkr, ad
eigi þyrfti eg nockud ad treysta á liprleik og munnin. —
Eg þykist vita ad þessar fáu línur hafi þegar hrist þína
gömlu og linudu tilfinníngarþrædi (Nerver), því ad þér
þyki þessi saga öll ískyggilig, og eg ætla þá ad syna þér á
skarri hlidina á ástandi mínu. Þad fyrsta er: ad eg ætla ecki
ad taka neitt lán uppá þig í ár, eins og þú lagdir fyrir mig,
og eg sé fyrirfram ad eg kemst af í sumar, med þeirri
sparsemi sem eg og hún kona mín brúkum. Sumartíminn
kemr mér þá vel í þarfir til ad styrkia mig í lögvísinni, og
þá vona eg ad mér verdi óhætt í haust ef gud lofar. Mér er
engin skadi í ad Kellíngarvargrinn deýi, heldr þvertamóti
mikill hagr, því hvörki gaf hún mér meira enn hvörr annar
óvidkomandi, og þaradauki var hún enn mesti gedvargr
svo ad vid sátum aldrei á sárshöfdi, og eg vildi eigi vinna
þad fyrir neitt ad hafa hana í húsum mínum. Þegar hún er
nú daud tek eg adra óvidkomandi í hennar stad, líklega
einhvörn íslenzkann stúdent, hefi eg af því sama hagnad,
en engan ófrid. Satt er þad, ad eg hefi tekid út þá 80 dali
sem þú vísadir mér til hiá Havsteen, og eg hefi nú brúkad
þá einsog þú gafst mér leyfi til ef mér lægi á. Þegar eg er
búinn med examen er eg ecki hræddr um ad eg geti eigi
unnid mér fyrir mat med einhvöriu móti.
Auk þess sem eg hefi lesid hefi eg smídad Armann í
hiáverkum svoad nú kémr 3 árgángrinn í ár. Annad kver
hefi eg ritad á danska tungu í vetr. Svo stód á ad hér kom
út dómr um útleggíngu Prófessor<s> Rafns af
Jómsvíkíngasögu og Knýtlíngu<.> Þessi dómr (Recensi-
ón) var prentadr í Mánada<r>riti nockru er útgefid er af
14 Prófessórum. Prófessor Rask vard reidr vid þad, þvíad
53