Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
þessum bókum hefur Hartmann skrifað sjálfur, en hann var
listaskrifari.
Árið 1914 til 1915 eru viðskiptamenn 170 til 180, og við-
skiptasvæðið var aðallega Hóla- og Viðvíkurhreppur, Os-
landshlíð, Deildardalur og Unadalur, en fáir viðskiptamenn í
Hofsósi og á Höfðaströnd; enginn vestan Vatna, nema Eggert
Kristjánsson söðlasmiður á Sauðárkróki; svo voru 3 í
Akrahreppi: Stefán á Þverá, Halldór á Syðstu-Grund og einn
frá Framnesi.
Árið 1913 voru lagðar inn í Kolkuósverzlun 4238 kindur,
sem vigtuðu samtals 55.618% kíló. Þetta sama haust voru lagðar
inn gærur 4238 stykki, 12.870V8 kíló og mör 1.335'/8 kg.
Á þessum árum mun Kolkuósverzlun hafa verið einna mest,
en eftir 1920 fór verzlunin að dragast eitthvað saman, en
jafnframt stækkaði búskapur í Langhúsum. Síðast mun hafa
verið slátrað í Kolkuósverzlun haustið 1932. Það voru þeir
Stefán Vagnsson, bóndi á Hjaltastöðum og Jón Jónasson, bóndi
á Flugumýri.
Þegar litið er yfir verzlunarbækur Kolkuósverzlunar, er sama
regla öll árin, 6% vextir eru reiknaðir af skuld við áramót, en
4% af inneignum. Fyrir marga viðskiptamenn hafa verið greidd
opinber gjöld, og margir hafa fengið greidda peninga út í
reikninga.
Til er skrá yfir skuldir bænda við verzlun Hartmanns Ásgríms-
sonar Kolkuósi í desember 1932. Viðskiptamenn á skránni eru
sextíu og einn, og skuldir þeirra samtals 24.063.47 kr. Af
þessum bændum voru aðeins fjórir, sem fengu kreppulán, en
Hartmann samdi við hina alla, og kann að vera, að hann hafi
gefið sumum eitthvað eftir. Aldrei fóru skuldheimtumál Hart-
manns fyrir sáttanefnd eða dóm.
í Skagfirzkum æviskrám segir, að Hartmann í Kolkuósi hafi
jafnan átt valið búfé, og ennfremur er þar skrifað:
28