Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 72
SKAGFIRÐINGABÓK
ístadin og s. frv. Russar umkríngdu stadinn ad mestu þó í
fiarlægd nokkurri. Paschevitsch var ad vestanverdu med
allan þorra lidsins halfa mílu frá Varschau, en Riidiger var
fyrir sunnan hana lengra burtu, og nú þokti útgért um
Pólakkana. nu í gær kom sú fregn, ad Pólakkar hefdu
siálfir skrökvad öllusaman upp um oeyrdirnar í borginni,
og afsetníngu Skrinekki hersforíngia, til þess ad halda
Paschevitsch athuga fostum á borginni, og til þess ad hann
skyldi ekki ugga um þad sem í bruggérd var. Skrínekki
hafdi herflokk nokkrn sudr í landinu milli borgarinnar og
Rudigers, en meginherin lá umhverfis borgina, til hins
fyrrnefnda herflokksins sendi Skrínekki fleira lid, svo þad
urdu alls 16000, og seinast laumadist hann siálfr sudr
medr Weichsel fliótinu, og til herflokks síns og fór svo
sem skiótast motsvid Riidiger, og kom ad hönum óvart
um nótt, og vann á hönum mikinn sigr, og rak leyfarnar af
her hans inn í Austrríki. Þetta var nú mikill sigr og nú er
tvísýnt um ad Rússum verdi framgengt ad taka borgina,
og gódrar vonar er eg um ad gud géfi Pólökkunum sigr,
þeir eru og hvörium manni slægari og hraustari í orr-
ustu.
Cholera heldr fram ferd sinni og nú er hún komin til
Berlínarborgar, hún geisar mest í hálfan mánud allstadar,
og fer eptir þad mínkandi, svoad eptir 5 eda 6 vikr er
hún ad mestu á enda. Brád og skiót læknishjálp verdr
optast ad gagni, en nái sjúkdómurinn ad magnast er allt
mjög tvísýnt, margir deya ad vísu úr henni, en þó færri
enn von er á, og eg held ad þad deii ekki öllu fleiri
úr henni ad tiltölu, þegar á allt er litid, enn á Islandi 1825
úr kvefsóttinni sem þá gekk, þá dóu fleiri enn 2 af 100 í
Fliótum.
Nú hætti eg og tek bokina aptr, kved þig, elskulegasti
fadir minn heitum ástarkossi, og bid ad bera adra slíka
70