Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 167
HEFÐARFÓLK Á FERÐ
meðförum frúarinnar; Ingólfur landnámsmaður heitir til dæmis
Tugolfi, ruglað er saman æðarfugli og Drangeyjarfugli, o. fl. er í
sama dúr. Bókin er ei að síður skemmtileg aflestrar, og margt er
þar skarplega athugað, enda nýtt í augum gestanna. Hér fer á
eftir sá hluti bókar, sem fjallar um dvöl ferðalanganna í Skaga-
firði. Þýðingin er styttri en frumtextinn, því felldir hafa verið
niður fróðleiksmolar, tíndir upp handa útlendum lesendum.
S.S.
Saudárkrókur
Þegar skipið átti spöl ófarinn að ströndinni, kom Sauðárkrókur
í ljós, fjarska eyðilegur staður að okkur virtist í fyrstu, nokkrir
tugir timburhúsa og torfkofaræksna.1 En smám saman kynnt-
umst við staðnum nánar, því að skipið stóð við tvo daga, meðan
flutt voru í land um 200 tonn af vörum. Og þá uppgötvuðum
við ýmislegt í þessu litla þorpi, sem vakti áhuga okkar. Þar var
hvorki hús né heldur skýli til að geyma vörurnar í, þeim var
staflað upp á kambinum og seldar þar á uppboði. Það var afar
skemmtileg athöfn. Allir íbúarnir voru viðstaddir fyrir forvitni
sakir eða til að bjóða í varninginn. Farminum var staflað í
hálfhring, uppboðshaldarinn sat á borði í miðjunni, og honum
til aðstoðar voru einn eða tveir af fyrirmönnum bæjarins.
Umhverfis stóðu karlar, konur og börn úr nærsveitunum, og
fjær hímdu hinir þolinmóðu smáhestar og biðu þess, að kaup-
staðarvarningi væri lyft á klakk til heimflutnings. Verzlunin var
að miklu leyti vöruskipti, og skildum við útlendingarnir ekki þá
háttu til hlítar, þótt við sæjum hina innfæddu bera fram sýnis-
horn af gjaldvöru sinni. Þessi furðulega sýning veitti áhorfend-
um kjörið tækifæri til að kanna svipbrigði Islendinga, hvernig
1 Árið 1888 bjuggu á Sauðárkróki um 150 manns.
165