Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 64
SKAGFIRÐINGABÓK
eg held þad spilli því íslenzka [þó] er ekki ad marka þad,
þad kemr til af því ad <eg> held meira upp á Islendínga
en Sellendinga.
Eg hefi skrifad dálítid handa Rask og Rafn og sendi eg
þér [. . .] þad hérmed, eg sendi þad med Austrlands-
ski[pinu] líka til þín, en af því eg er hræddr um ad þad
[bréf sem] med því fór, komi seinna, sendi eg þér þad ein
[nigin] hérmed. Þad þykir í betra lagi skrifad, og margr
pfrófessoranna] hefir þakkad mér fyrir; þeir eru 14 sem
eru á mínu máli, en einn af þeim sem ega ad yfirheyra mig
er af annari Meiníng, en þad er Conferentsrád Schlegel,
formafdr] Norræna fornfrædafelagsins, en bædi er þad ad
madrinn er ekki partískr vid Examen, og líka hefi eg farid
varliga ad hönum, eins og þú getr séd. Sídan eg endadi vid
bækling þennan hefi eg lesid kvíldarlaust, nema hvad hinn
mikli hiti er hér hefir verid í sumar hefir dregid úr mér
kiark. Vedráttan hefir verid hin æskilegasta, næstum síf-
eldur þurkr og hitasólskin, enda lítr út til ad hér verdi hin
ríkuligasta uppskéra. Uppskéran er nú byriud og hefir
fallid vel þad sem af er, og haldist þad vid verdr kornid
ekki dýrt ad Ari. Ekki skil eg í hvad gódir Prísarnir eru
heima hiá ykkr, svo dýrt sem kornid var her í fyrra vetur
og í vor, eg held a[d] [ein]hvörr íslenzki kaupmadrinn fari
nú á hausinn. Lýsid er hér nú med lagu verdi sem stendr
og er ei víst ad þad [hæ]kki svo mjög aptr í Ar. Eg sagdi
Lýsid væri í [lágu] verdi, nei þad er ekki satt, þad er í sínu
[vanalega] verdi rúmum 20 dölum, því í fyrra var [verd]
þess fram yfir allt hóf.
Eg hefi frétt ad sumarid hafi verid æskilegt heima á
gamla Islandi í sumar, og þad gladdi mig óvenjulega. Eg
var svo hræddr um, ad þegar umbreytíngin kom nú her
eptir 3 ára stirdvidri, svo mundi vedráttan breytast und-
ireins til ens verra úti í Islandi. Eg heyri líka sagt ad mikill
hafi aflin verid allstadar og enda fiskiafli um fráfærur
62