Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
hraustmenni, að ef kettunna datt í sjóinn, gat hann lyft henni
upp á bryggju með því að taka um laggirnar.
Saltket frá Kolkuósi var selt til Noregs, en gærur til Pýzka-
lands. A stríðsárunum var ekki hægt að losna við gærurnar, og
það munu hafa verið þrjú ár, 1915 — 1918, að gærur varð að
geyma heima, taka þær úr böndum á hverju ári, skafa maðk úr
skæklum og salta þær á ný. Með þessu móti komust gærurnar í
fullt verð, þegar markaður opnaðist.
Þegar Hartmann hóf verzlun og búskap í Kolkuósi, hafði
hann sauðfé, hænsni og hross, ekki þó margt af hverri tegund.
Fyrstu árin hafði hann eina kú og var hún vistuð í kjallara undir
íbúðarhúsi. En það var erfitt að afla heyja handa kúnni. Tún-
bletturinn í kringum húsin var uppurinn af hestum viðskipta-
manna og séra Zophónias lét heyja Elínarhólma meðan hann
bjó í Viðvík, eða til 1908. Úr Elínarhólma mátti fá 20 til 30 hesta
af töðu.
Það var eitt sumar, að Hartmann fékk Pálma Björnsson
bónda á Ytri-Húsabakka til þess að heyja handa kúnni í
Húsabakkaflóa, og flutti Pálmi heyið á báti yfir í Hegranes.
Magnús á Ytri-Hofdölum, föðurbróðir Hartmanns, tók að sér
að flytja heyið á klökkum út í Kolkuós, og hafði Hartmann son
sinn með sér. En við þessa flutninga kom „babb í bátinn“.
Gamla brúin á Austurvötnunum var svo mjó, að ekki var hægt
að fara með heybandslest yfir hana. Þeir feðgar tóku það ráð að
fara yfir Vötnin milli Lóns og Vatnsleysu. Það lukkaðist vel, því
komið var fram á haust og Vötnin orðin lítil.
Hartmanni í Kolkuósi þótti þessi heyskapur dýr og fargaði
kúnni eða seldi á næsta ári og keypti tólf eða fimmtán geitur.
Þær voru í Kolkuósi fram undir 1920 og mjólkuðu vel. Kristín
mjólkaði þær alltaf sjálf. Þær voru þægar og komu sjálfar, þegar
kallað var til þeirra af melunum fyrir ofan bæinn.
Um starfsmenn í Kolkuósi kvað Stefán Ásmundsson járn-
smiður:
20