Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 111
JÓN JÓHANNSSON
Þú lífsins og ljósanna herra,
sem lætur ei gæzkuna þverra.
I nafni þíns náðuga sonar
mér nægð veittu trúar og vonar.
Og þegar í síðasta sinni,
eg sofna í hvílunni minni,
ó, gef þá eg gleðihnoss finni,
guð minn, í föðurhönd þinni.
Eg held, að Jón í Hvammi hafi aldrei ætlazt til neins af
öðrum. Líf hans var óslitin þjónusta. Þjónusta við heimilið,
þjónusta við drenginn, hann Gísla, og þjónusta við almættið.
Hann unni Hvammsheimilinu, húsbændum sínum og dætrun-
um ungu; öllu dauðu og lifandi, sem honum var trúað fyrir,
sýndi hann sömu nærgætnina.
Eins og fyrr segir, áttu þeir það sameiginlegt, húsbóndinn og
vinnumaðurinn, að þeir voru mikið fyrir bækur og alls konar
fróðleik. Efalaust hafa þeir fagnað útvarpi og öðrum nýjungum,
en einhvern veginn get eg ekki fellt inn í myndina að sjá þá sitja
iðjulausa fyrir framan sjónvarp heilu kvöldin og horfa á mis-
jafnar myndir. Þau eru öll látin fyrir löngu, hjónin í Hvammi og
Jón vinnumaður þeirra. Gísli barst suður á land. Hann mun
hafa verið nokkur ár á Sámsstöðum í Fljótshlíð hjá hinum mikla
kornræktarfrömuði Klemensi Kristjánssyni. Þar veiktist hann
og mun hafa látizt í sjúkraskýlinu á Selfossi, líklega hálfþrítugur
eða rúmlega það.
109