Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
Fylgdarmaður okkar var einn gildasti bóndi á Islandi og átti
eyna, sem lá undan landi, Eyna stöku eða Drangey.' Hún er
þekkt vegna þess, að þar átti athvarf hin útlæga hetja Grettis
sögu. Sögnin segir, að jólanótt eina hafi eldur hetjunnar slokkn-
að. I eynni voru engin eldfæri, og þess vegna synti Grettir í land
á Reykjum til að bæta úr vandræðunum, vegalengd, sem satt
bezt að segja virðist ógerlegt að synda. Sagan segir, að gömul
norn hafi tekið sér far með bát að heimsækja Gretti í Drangey.
Bátnum hvolfdi, og hún drukknaði, en stór klettur reis úr hafi
nokkra metra frá sjálfri eynni í lögun sem bátur undir fullum
seglum. I sögunni eru margar undursamlegar sagnir tengdar
þessum stöðum, sérstaklega eynni, sem gnæfir þverhnípt úr
hafi, há, en sléttlend þegar upp er komið.
Náttúrufegurð er mikil á þessum slóðum. Vestan Skagafjarð-
ar, sem er allstór fjörður, getur að líta tindum settan Tindastól,
brattgengan fjallahrygg sundurskorinn af lækjum. En hinum
megin fjarðar lækkar Málmey eða Sandsteinseyja niður í hafið
norður af hrikalegum skaga, sem virðist vera eyja, en tengist
landi með lágu eiði.
Drangey rís úr miðjum firði. Þessi eyja, sem fylgdarmaður
okkar átti, er geysistór klettur, næstum þverhníptur og við
annan endann er klettur nornarinnar, sem líkist skipi undir
fullum seglum. Við Drangey á heimkynni ótölulegur grúi æð-
arfugls, sem syndir að vild um unnarslóðd Blikinn er afar
fallegur fugl, að miklu leyti hvítfiðraður. Kollan er minni og
brúnleit. Að eðlisfari eru þessir fuglar varir um sig og mann-
fælnir. Kollan reytir dún af bringu sér í hreiðrið, og bóndinn
hirðir hann þegar. Aumingja fuglinn reytir sig á nýjan leik, og
allt fer á sömu lund. Þriðja hreiðrið fær fuglinn að hafa í friði,
1 Skagafjarðarsýsla átti Drangey, þótt Reykjabændur hafi löngum nytjað
eyjargögn.
2 Höfundur ruglar augsýnilega saman æðarfugli og svartfugli, svo sem
kemur fram í því sem á eftir fer.
174