Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 147
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
1942
Sumarið 1942 var erfitt mjög, a. m. k. hvað veðráttuna snerti
hér norðanlands, og fóru Skagfirðingar ekki varhluta af því. Var
sprettan fremur lítil og nýting slæm, er komið var á útengjar, og
haustið hið versta. Síðan stillti til, fram undir hátíðir, en úr því
fór tíðin heldur að kárna. Gerði þá umhleypinga illa og jarð-
bönn, þó aldrei væri neitt fannkyngi að ráði. Voru oft hin
verstu veður. Hross komu því með meira móti á hús, en hey
munu víðast hafa verið næg, enda gefinn alls staðar mikill
fóðurbætir, en víða kvörtuðu bændur undan því, að þeir hefðu
ekki mannafla, er hrossin komu á; og fjárgeymslan jókst um-
fram það venjulega, því ungir menn voru þá komnir í atvinnu-
leit, því ekki hefir atvinnu skort fyrirfarandi, og kaupið svo
hátt, að um slíkt hefir engan dreymt fram að þessu.
I vetur qlguðu Vötnin fram hjá Vindheimabrekkunum, upp í
Hólminn, og rann flóðið svo út hann og fyllti hvern farveg og
dæld. Var það svo mikið, að rann inn í fjárhús og jafnvel
íbúðarhús til hins mesta óhagræðis og skemmda. Fraus þetta
svo, en eftir lítinn tíma kom svo önnur flóðbylgja, og svo koll af
kolli. Gekk lengi á þessu, og sá hvergi til jarðar, og mundu
menn aldrei eftir slíku áður. Samt er nú tíð farin að batna, en þó
hleypur hann enn í norðrið með hríðum og frostum, og segja
gömlu mennirnir, að það sé ekki furða, þó seint vori, því nú séu
sumarpáskar, og þá sé ekki á verra von!
En það er annað, sem bændum og búalýð stendur meiri ógn
af, en það er hin illvíga fjárpest, sem nú geisar í fé bænda í
mörgum myndum og drepur það í þúsunda tali. Ef fjandi sá
hefði ekki komið, mundi sauðfjárræktin aldrei hafa verið
afurðameiri, og gerir það síldarmjölið, sem hver bóndi getur
fengið eftir vild og segja má um, að geri kraftaverk í fóðruninni.
Er nú allt þvergirt um héraðið vegna veikinnar; er garnaveikin
austan Vatna, en mæðiveikin að vestan. Svæðið fyrir framan
10 Skagfirðingabók
145